Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur vakið mikla athygli á upplýsingafundum vegna kórónuveirunnar. Netverjar virðast skemmta sér vel yfir því hvernig Björn Ingi kynnir sig áður en hann spyr spurningu.
Björn Ingi hjá Viljanum hér. Spurning til frú Agnesar: Ef Guð er almáttugur, getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum sjálfur?
— Logibergmanngeirsson (@drummerflame) April 12, 2020
Björn Ingi hjá Viljanum hérna ertu til í að koma með bindandi pólítískt stefnumarkandi ummæli fyrir næsta árið byggt á Suður Kóreu bannað að segja já nei svart eða hvítt.
— Óskar Árnason (@Angurvaki) April 11, 2020
Halli Gísla gerði góðlátlegt grín að Björn Inga í formi málsháttar og sló grínið í gegn hjá Birni Inga sjálfum.
„Mjög gott grín,“ segir Björn Ingi.
Haukur Bragason breytti nafni sínu á Twitter í „Björn Ingi hjá Viljanum.“ Svo hefur Eiríkur Jónsson skrifað um málsháttinn og viðbrögð við honum á bloggsíðu sinni.