Það vakti mikla athygli þegar Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class, auglýsti Gucciveski til sölu á Instagram í byrjun janúar. Um var að ræða ekta handtösku sem Birgitta auglýsti til sölu á 250 þúsund krónur.
Birgitta Líf er þekkt fyrir smekklegheit og gengur yfirleitt með handtöskur frá tískuhúsum á borð við Chanel, Balenciaga og Yves Saint Laurent. Þegar Instagramsíða Birgittu er skoðuð má sjá að töskurnar fá að njóta sín á myndunum.
Hér getur að líta brot af safninu og listaverð gullmolanna.
Birgitta Líf er hrifin af Chanel. Hún á sömu töskuna í tveimur litum, en svona töskur kosta nýjar um 700-900 þúsund krónur. Hér má sjá hana með svörtu Chanel töskuna. Það má einnig til gamans geta að Givenchy sandalarnir sem hún er í kosta um 42 þúsund krónur.
Hún á líka töskuna í fallegum ljósbleikum lit.