fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fókus

Hefur engan sérstakan áhuga á sakamálum

Auður Ösp
Sunnudaginn 12. apríl 2020 18:00

„Það á ekki að rifja upp mál „af því bara“ eða í afþreyingarskyni,“ segir Sigursteinn. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursteinn Másson, fyrrum fréttamaður, er í forsíðuviðtali páskablaðs DV. Sigursteinn breytti viðhorfi almennings til geðsjúkra þegar hann opnaði sig um reynslu sína af geðhvörfum á sínum tíma en hann hefur ekki fundið fyrir einkennum sjúkdómsins í tíu ár. Furðulegt ástand og óvissa í samfélaginu hefur ekki raskað því, enda hefur Sigursteinn áhyggjur af annarri og mun alvarlegri vá sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.

Þetta er aðeins brot úr viðtalinu en viðtalið í heild sinni má finna í nýjasta tölublaði DV.

 Við byrjum á því að ræða aðeins um Sönn íslensk saka­ mál, þáttaröðina sem Sigur­ steinn er hvað oftast tengdur við. Nú hafa þættirnir öðlast nýtt líf, á hlaðvarpsformi, og Íslendingar taka því fagnandi. Á sama tíma njóta erlendir glæpaþættir mikilla vinsælda á Netflix.

Af hverju eru sakamálaþættir svona vinsælir? 

„Það er áhugavert að þú spyrjir vegna þess að ég er sjálfur enginn sérstakur áhuga­ maður um sakamál. Ég les til dæmis sjaldan glæpasögur eða slíkt, gefst oft upp eftir 20 eða 30 blaðsíður. En það er eitthvað við þessar mannlegu hliðar á málunum. Og hvað málin segja okkur um sam­ félagið á hverjum tíma fyrir sig.“

Fyrsta þáttaröðin af Sönn­ um íslenskum sakamálum fór í loftið á RÚV árið 1999. Á þeim tíma höfðu slíkir þættir aldrei verið gerðir fyrir ís­ lenskt sjónvarp. Og það voru ekki allir sem höfðu trú á hugmyndinni. Menn töldu að smæð Íslands og nálægðin á milli fólks væri of mikil.

Í einum þætti fyrstu serí­unnar sat Sigursteinn and­spænis dæmdum raðnauðgara á Litla­Hrauni. Þetta var Björgvin Þór Ríkharðsson sem á sínum tíma hlaut viður­ nefnið „hættulegasti glæpa­ maður Íslands.“

Það var sérstök upplifun að taka viðtal við mann sem neitaði algjörlega að horfast í augu við brot sín. Þátturinn vakti sums staðar hörð við­ brögð.

„Einhverjir spyrja kannski hvort það sé réttlætanlegt að leyfa þessum einstaklingi sem sýnt hefur siðrofshegðun að tjá sig. Mér finnst mikilvægt eins og í þessu tilviki að horfa á hvaðan þessi einstaklingur kemur, umhverfið sem mótar hann, fjölskylduaðstæður og annað. Það er mikilvægur partur.

Það eru heldur ekki allir á því að það eigi að rifja upp viðkvæm mál, gömul sár sem eru ekki gróin. Ef tiltekið mál getur varpað nýju ljósi á hlut­ ina, fengið okkur til að sjá hlutina í öðru samhengi, kennt okkur eitthvað um okkur sjálf og samfélagið, þá tel ég það vera næga ástæðu. Það á ekki að rifja upp mál „af því bara“ eða í afþreyingarskyni,“ segir Sigursteinn og vísar þar með­ al annars í bandarískt „meló­drama“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Home Alone ráðgáta loksins leyst

Home Alone ráðgáta loksins leyst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?