Sífellt bætist við þá fjölbreyttu flóru sem slangur unga fólksins er. Þú hefur kannski heyrt „tea“ og hugsað um ljúffengan tebolla. En „tea“ er mjög vinsælt slangur í dag og útskýrir áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime hvað það þýðir.
Í mars hóf raunveruleikaþátturinn Æði göngu sína á Stöð 2 maraþon. Í þættinum er fylgt eftir Patreki Jaime, sem er nítján ára áhrifavaldur, og vinum hans.
Í einum þætti útskýrir Patrekur Jaime hvað „tea“ þýðir. „Tea“ er vinsælt slangur meðal yngri kynslóðarinnar og vísar í að einhver sé með „gott slúður.“
Við leyfum Patreki að útskýra það betur í myndbandinu hér að neðan.
https://www.instagram.com/p/B-KbinWAWHX/
„Tea er slúður. En þú þarft að vera með gott slúður til að geta sagt „ég er með tea.“ Ef Bassi eða Binni hringja í mig og segja „ég er með tea“ þá veistu að það sé gott,“ segir Patrekur í þættinum.
Það er gjarnan sagt „spilling the tea“ þegar manneskja ætlar að slúðra einhverju. Ellen DeGeneres er með sérstakan dagskrárlið sem heitir „Spill the tea.“
Einnig er það mjög vinsælt meðal samfélagsmiðlastjarna að gera myndbönd þar sem þær „spill the tea“.
Hvað segja lesendur, á að nota „tea“ héðan í frá?