„Ég var ógeðslega mikið einn samt, ég var ótrúlega mikið að flippa einn,“ segir Patrekur en hann talar ekki spænsku, þjóðartungumál Síle. „Ég fór út og kunni ekki neitt,“ segir Patrekur en hann notaði mikið Google Translate til að hjálpa sér.
Þáttastjórnandi Tala saman spurði Patrek hvort hann hefði eitthvað farið á djammið þegar hann var á Síle og Patrekur svaraði því. „Ég fór einu sinni á strippklúbb með pabba og það var æði. Ég eeelska strippklúbba sko, það er best,“ sagði Patrekur.
„Frænka mín kom líka til mín í 10 daga og þá hélt ég partý. Ég djammaði alveg eitthvað en fór ekkert mikið á klúbba. Þeir voru svo sveittir og sóðalegir. Mig langaði ekki að snerta neitt.“
Patrekur segist vera mjög spenntur að vera kominn heim en þó segir hann að það hafi verið æðislegt í Síle. „Það var svo gott „vibe“ úti. Allir að „chilla“ og allir alltaf glaðir. Það eiga allir ógeðslega lítið en voru samt ógeðslega ánægðir.“