fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Helgi mætir í kvöldvöku heima hjá sér og við syngjum með

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. mars 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardagskvöldið 21. mars fer í sennilega í sögubækurnar fyrir það að vera fyrsta laugardagskvöld í sögu okkar Íslendinga í samkomubanni. Helga Björnssyni og hljómsveitina Reiðmenn vindanna langar til að  bregðast við þessum breyttu aðstæðum og létta okkur lífið og skemmta okkur án þess að blása beint til samkomu. Á laugardagskvöldið og ætla þeir að efna til kvöldvöku á heimilum landsmanna með aðstoð Sjónvarps Símans.

Þar ætlar Helgi að syngja nokkur af þekktustu lögunum sínum í bland perlur úr dægurlagasögunni okkar. Kvöldvakan hefst klukkan 20:00 og stendur í klukkutíma og sérstakur gestur Helga verður söngkonan Salka Sól.

„Við verðum aðeins að lyfta okkur á kreik sem þjóð, þetta er búin að vera þung vika að fara í gegnum. Við erum þó á allan hátt að fara eftir fyrirmælum og öll viljum við standa okkar plikt í almannavörnunum en við viljum líka aðeins fá að líta uppúr þessu og skemmta okkur aðeins og hrista okkur,” segir Helgi aðspurður úti útsendinguna.

„Ég er með lítið mjög vel skipað band og vandaðan lagalista og þjóðin fær að velja lög á dagskránna í gegnum samfélagsmiðlanna. Þannig að það fá allir óskalag og þetta verður bara falleg kvöldvaka”. Eins og Helga kom inn á verður farið að öllum fyrirmælum Almannavarna og tveggja metra millibil á milli hljómsveitarmeðlima og þeirra sem koma að útsendingunni en Helgi sem slíkur aldrei nær þjóðinni. „Þetta verður bara gaman og það geta allir verið með, hvar sem er á landinu og hvernig sem staðan er. Nú syngjum við saman á laugardagskvöld öll sem eitt.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rak augun í leitarniðurstöður eiginkonunnar á Pornhub og var ekki skemmt

Rak augun í leitarniðurstöður eiginkonunnar á Pornhub og var ekki skemmt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Lindsay Lohan handtekinn – Velti eiginkonu sinni úr stól

Faðir Lindsay Lohan handtekinn – Velti eiginkonu sinni úr stól
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er konudagur?

Hvað er konudagur?