Tónlistarmaðurinn Bragi Valdimar biðlar til útvarpsstöðva og almennings fyrir hönd tónlistarfólks.
Vegna samkomubanns er tekjulind tónlistarfólks skert vegna allt tónleikahald fellur niður.
„Kæru útvarpsstöðvar, spilið íslenska tónlist. Og þið hin, streymið íslenskri tónlist. Helst mættuð þið auðvitað kaupa tónlist og varning – og styðja upptökuverkefni, ef þið hafið tök á. Samkomubann stíflar nær allt tekjustreymi til þeirra sem vinna við að flytja okkur tónlist,“ skrifar hann á Twitter.
Tæplega 180 manns hafa líkað við færsluna og tíu hafa deilt henni áfram.
Samkomubannið tók gildi í gær og stendur yfir í fjórar vikur.
Kæru útvarpsstöðvar, spilið íslenska tónlist. Og þið hin, streymið íslenskri tónlist. Helst mættuð þið auðvitað kaupa tónlist og varning — og styðja upptökuverkefni, ef þið hafið tök á. Samkomubann stíflar nær allt tekjustreymi til þeirra sem vinna við flytja okkur tónlist.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) March 16, 2020