fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Ritdómur um Hina konuna: Skemmtilegir snúningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greer Hendrick og Sarah Pekkanin: Hin konan

Magnea J. Matthíasdóttir

Útgefandi: JPV

420 bls.

Hin konan er lunkinn sálfræðitryllir eftir þær stöllur, Greer Hendrick og Sarah Pekkanen. Sagan virðist í fyrstu lýsa sjúklegri áráttu fráskilinnar konu sem hefur verið hafnað. Smám saman kemur þó í ljós útsmogin stjórnsýki og sambandsofbeldi hins eftirsótta brúðguma sem athyglin beinist að í sögunni.

Hin konan er skemmtilega spunnin spennusaga sem kemur lesandanum nokkrum sinnum í opna skjöldu og allir þræðir eru hnýttir vel saman áður en yfir lýkur. Sagan er víða prýðilega vel skrifuð með góðu næmi fyrir hversdagslífi og smáatriðum.

Helsti galli hennar sem spennusögu er hins vegar sá að það fer ekki mikið fyrir spennunni. Það skortir á nálægð ógnarinnar og stríðið við hinn stjórnsama og illa innrætta eiginmann hefði mátt hefjast fyrr í sögunni og verða óhugnanlegra en raun ber vitni. Sagan er helst til löng miðað við efnivið og lýsingar stundum langdregnar. Kannski er erfitt að framkvæma nauðsynlegan niðurskurð á handriti þegar höfundarnir eru tveir og vilja báðir láta ljós sitt skína.

Klækjabrögð og blekkingar eru skemmtilegt söguefni sem krefst hugvits að halda utan um svo vel fari í sögu. Það hefur vel tekist hér og Hin konan er ágætis afþreying – hefði verið enn skemmtilegri ef hún væri í það minnsta 100 blaðsíðum styttri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger