fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fókus

Ritdómur um Hina konuna: Skemmtilegir snúningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greer Hendrick og Sarah Pekkanin: Hin konan

Magnea J. Matthíasdóttir

Útgefandi: JPV

420 bls.

Hin konan er lunkinn sálfræðitryllir eftir þær stöllur, Greer Hendrick og Sarah Pekkanen. Sagan virðist í fyrstu lýsa sjúklegri áráttu fráskilinnar konu sem hefur verið hafnað. Smám saman kemur þó í ljós útsmogin stjórnsýki og sambandsofbeldi hins eftirsótta brúðguma sem athyglin beinist að í sögunni.

Hin konan er skemmtilega spunnin spennusaga sem kemur lesandanum nokkrum sinnum í opna skjöldu og allir þræðir eru hnýttir vel saman áður en yfir lýkur. Sagan er víða prýðilega vel skrifuð með góðu næmi fyrir hversdagslífi og smáatriðum.

Helsti galli hennar sem spennusögu er hins vegar sá að það fer ekki mikið fyrir spennunni. Það skortir á nálægð ógnarinnar og stríðið við hinn stjórnsama og illa innrætta eiginmann hefði mátt hefjast fyrr í sögunni og verða óhugnanlegra en raun ber vitni. Sagan er helst til löng miðað við efnivið og lýsingar stundum langdregnar. Kannski er erfitt að framkvæma nauðsynlegan niðurskurð á handriti þegar höfundarnir eru tveir og vilja báðir láta ljós sitt skína.

Klækjabrögð og blekkingar eru skemmtilegt söguefni sem krefst hugvits að halda utan um svo vel fari í sögu. Það hefur vel tekist hér og Hin konan er ágætis afþreying – hefði verið enn skemmtilegri ef hún væri í það minnsta 100 blaðsíðum styttri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýnir fyrir og eftir myndir eftir 32 kg þyngdartap og segist aldrei aftur ætla að taka að sér „feit hlutverk“

Sýnir fyrir og eftir myndir eftir 32 kg þyngdartap og segist aldrei aftur ætla að taka að sér „feit hlutverk“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“