fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist óðum í úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins. Þar munu fimm lög keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision 2020.

Daði og Gagnamagnið hafa fengið stuðning úr óvæntri átt. Lagið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og hefur  breski Eurovision-sjónvarpsmaðurinn Rylan Clark-Neal meðal annars tjáð sig um lagið á Twitter. Wiwibloggs, ein stærsta Eurovision-bloggsíðan, fjallar um málið.

Daði og Gagnamagnið sendu frá sér myndband við lagið síðastliðinn föstudag og hefur það myndband fengið yfir 44 þúsund áhorf á YouTube. En það er á Twitter þar sem lagið er að slá í gegn.

Sjá einnig: Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið

Breski blaðamaðurinn Rob Holley deildi myndbandinu á Twitter og hefur það fengið yfir 250 þúsund áhorf þegar fréttin er skrifuð.

Rylan Clark-Neal deildi færslu Rob og skrifaði: „Þessu gæti gengið vel.“

Sjónvarpsonan og raunveruleikastjarnan India Willoughby deildi einnig myndbandinu á Twitter.

„Aflýsið Eurovision. Keppnin er búin. Ég hlustaði á þetta í allan dag. Hlýtur að vinna?“ Skrifaði hún.

Myndbandið vakti einnig athygli blaðamannsins Stefan Niggemeier.

Daði og Gagnamagnið slógu meira að segja í gegn hjá stórleikaranum Russel Crowe.

Hvað segja lesendur? Hver á að vera fulltrúi Íslands í Eurovision 2020?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna