Hrafnhildur nokkur vekur athygli á þessu á Facebook í dag. „Gaman að Hildur skyldi vinna en það hefur alveg gleymst að það var annar Íslendingur tilnefndur til Óskarsverðlaunanna,“ segir Hrafnhilddur. „Þar er á ferð frú Sigríður Dyekjer sem er íslensk-dösnk og býr og starfar í Kaupmannahöfn“
Sigríður var tilnefnd fyrir heimildarmyndina The Cave sem fjallar um Amani Ballaour, kvenkyns lækni í Sýrlandi, sem heldur uppi bráðabirgðaspítala í helli á meðan stríð geisar á svæðinu. Sigríður er meðframleiðandi myndarinnar ásamt Kirstine Barfod.
Myndin er með 8,34 í einkunn á kvikmyndarýnissíðunni Rotten Tomatoes. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í fyrra en þar vann hún People’s Choice verðlaunin í flokki heimildamynda.