Tískutímaritið Vogue hefur birt sinn lista yfir best klæddu stjörnurnar á Óskarnum í gær. Meðal þeirra sem er efst á blaði er Hildur okkar Guðnadóttir sem hlaut styttuna eftirsóttu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn.
Hildur ljómaði í fallegum kjól frá Chanel, en meðal annarra stjarna á listanum er tónlistarkonan Billie Eilish sem klæddist einnig Chanel og Regina King sem var í guðdómlegum kjól frá Versace. Þá vakti Penelope Cruz einnig mikla athygli í kjól frá Chanel.
Þykir það mikill heiður að lenda á lista Vogue, sem er eitt virtasta tískutímarit heims. Listann í heild sinni má sjá hér.