CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius.
CrossFit-parið greinir frá þessu í færslu á Instagram. Yfir 180 þúsund manns hafa líkað við færsluna á aðeins níu klukkustundum.
https://www.instagram.com/p/B8H17HanqjC/
Það er von á litla krílinu þann 5. ágúst 2020. Katrín Tanja, CrossFit-stjarna og besta vinkona Annie, lýsir gleði sinni yfir fregnunum á Instagram.
https://www.instagram.com/p/B8H4cARF0yb/?utm_source=ig_embed
Annie Mist hefur verið áberandi innan CrossFit-heimsins síðasta áratuginn og keppti á sínum tíundu heimsleikum í fyrra. Hún var fyrsta konan í heiminum til að vinna CrossFit heimsleikana tvisvar í röð, en varð heimsmeistari árin 2011 og 2012.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju!