fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Einbýlishús á Seltjarnarnesi haft að háði og spotti: „Kexrugluð innsýn í 0,1 prósentið“

Fókus
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar á Twitter gera stólpagrín að einbýlishúsi á Seltjarnanesi sem var nýverið auglýst til sölu. Húsið stendur við Víkurströnd og er uppsett verð litlar 130 milljónir króna. Myndir af húsinu má sjá hér fyrir neðan.

Það er þó er ein mynd sem hefur vakið sérstaka kátínu en á henni má sjá nokkurskonar samblöndu af vínkjallara og herbergi undir heitan pott. Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt benti fyrst á þetta sérkennilega herbergi og skrifaði: „Að skoða ævintýralega dýrar eignir á Seltjarnarnesi er svo kexrugluð innsýn í 0,1 prósentið. Hérna fara t.d. þessi ananas partý fram.“

Berglind Festival Pétursdóttir bendir svo á hve heitt þetta herbergi verður líklegast. „Er eitthvað sveittara en heitipottur innandyra? Hversu heitt langar þér að vera nákvæmlega???,“ spyr Berglind og Bobby bætir við það: „Alveg fjólublár af þrúti, rauðvínsflaska fljótandi í pottinum og svo fljúga á hausinn á þessum flísatröppum.“

Steinþór Helgi Arnsteinsson, vert á Hverfisgötu, bendir réttilega á að líklega fari hitinn ekki vel með vínið. „Hvaða FÁVITI geymir vínið sitt í sama herbergi og hann er með sturtu og heitan pott???,“ spyr Steinþór. Því svarar Sigrún Skaftadóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar: „Einhver sem veit ekkert um vín og ætti að skammast sín“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af húsinu. Takið eftir að það er líka heiti pottur úti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“