fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fókus

Halldór Gylfa: „Ekki horfa í augun á leiðinlegum fyllibyttum“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 26. janúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Gylfason leikari fer á kostum sem „Vafflan“ í Vanja frænda sem sýnt er um þessar mundir í Borgarleikhúsinu. Sjálfur lýsir Halldór sér sem eiginmanni, tveggja barna föður og tilfinningaveru, en samhliða leiklistinni starfar hann sem söngvari Geirfuglanna. Halldór er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér þér best? Þegar ég er hlæjandi í partíi með skemmtilegu fólki.

Hvað óttastu mest? Tölvur og nútíma tækni.

Hvert er þitt mesta afrek? Ég hef unnið til verðlauna í bridds.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Ég kom einu sinni fram sem Georg Jensen hönnuður, sem var fyrir löngu dauður, í sjötugsafmæli og talaði dönsku.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? 6,5 ævisaga meðalmanns.

Hvernig væri bjórinn Halldór Gylfa? Hann væri þykkur og þéttur eins og hárið á mér.

Besta ráð sem þú hefur fengið? Að horfa ekki í augun á leiðinlegum fyllibyttum sem nálgast borðið á bar. Ráð sem Aggi vinur gaf mér þegar ég var 15 ára.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Að tengja sjónvarp og rátera og tölvur.

Besta bíómynd allra tíma? Borgarljósin eftir Chaplin.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri massa til í að kunna á píanó.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að veislustýra er alltaf áhætta.

Hvaða frasi fer mest í taugarnar á þér? When in Rome, eins og vindurinn, glasið er hálftómt og fleira.

Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta fyrir þér? Gott rauðvín.

Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að spila á bóndadagsballi í Iðnó í kvöld en þar fyrir utan held ég áfram að leika í Vanja og svo taka brátt við æfingar á Gosa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur um besta bætiefnið – Ókeypis og aðgengilegt öllum

Ragnhildur um besta bætiefnið – Ókeypis og aðgengilegt öllum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar genginn út 

Nökkvi Fjalar genginn út