Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um hvort lagið Enginn eins og þú, eftir tónlistarmanninn Auðunn Lúthersson, sé stolið. Auðunn er betur þekktur undir nafninu Auður en umrætt lag var gefið út í júlí 2019 og naut gífurlegra vinsælda hér á landi. Smáskífan On My Mind eftir hljómsveitina Leisure var gefin út í apríl á sama ári en lögin þykja keimlík.
Twitter-notandinn Gunnar P. Hauksson var á meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu og þykir líklegt að lagið sé stolið, þó hann segist betur kunna við smell íslenska tónlistarmannsins.
Auður?https://t.co/HQjeOE7alH
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) January 11, 2020
Það stendur ekki á svörum í athugasemdakerfi Gunnars. Á meðal netverja segir Sveinn Atli Gunnarsson viðskiptafræðingur veltir fyrir sér hvort annar einstaklingur sé skrifaður fyrir lagi Auðar og segir: „Það er ekki séns að þetta sé tilviljun.“
Færsla Gunnar hefur farið á talsvert flug um helgina. Oddur nokkur Bauer deilir henni og hefur sú færsla einnig vakið athygli.
Nei sorry þetta er sama lagið. https://t.co/aeHRfPzCQh
— Oddur Bauer (@oddurbauer) January 12, 2020
Í athugasemdum við færslu hans segir kona nokkur til að mynda: „Ok wow maður heyrir varla að það sé skipt yfir í annað lag!“ meðan karl nokkur skrifar: „Þetta er blatant.“
DV reyndi að ná tali af tónlistarmanninum án árangurs.
Sitt sýnist hverjum en má finna bæði lögin hér að neðan.