fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Er eitt vinsælasta lag Íslands í fyrra stolið? – „Ekki séns að þetta sé tilviljun“

Fókus
Mánudaginn 13. janúar 2020 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um hvort lagið Enginn eins og þú, eftir tónlistarmanninn Auðunn Lúthersson, sé stolið. Auðunn er betur þekktur undir nafninu Auður en umrætt lag var gefið út í júlí 2019 og naut gífurlegra vinsælda hér á landi. Smáskífan On My Mind eftir hljómsveitina Leisure var gefin út í apríl á sama ári en lögin þykja keimlík.

Twitter-notandinn Gunnar P. Hauksson var á meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu og þykir líklegt að lagið sé stolið, þó hann segist betur kunna við smell íslenska tónlistarmannsins.

Það stendur ekki á svörum í athugasemdakerfi Gunnars. Á meðal netverja segir Sveinn Atli Gunnarsson viðskiptafræðingur veltir fyrir sér hvort annar einstaklingur sé skrifaður fyrir lagi Auðar og segir: „Það er ekki séns að þetta sé tilviljun.“

Færsla Gunnar hefur farið á talsvert flug um helgina. Oddur nokkur Bauer deilir henni og hefur sú færsla einnig vakið athygli.

Í athugasemdum við færslu hans segir kona nokkur til að mynda: „Ok wow maður heyrir varla að það sé skipt yfir í annað lag!“ meðan karl nokkur skrifar: „Þetta er blatant.“

DV reyndi að ná tali af tónlistarmanninum án árangurs.

Sitt sýnist hverjum en má finna bæði lögin hér að neðan.

Hvað segja lesendur? Er lag Auðar stolið eða er einfaldlega um tilviljun að ræða?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu