fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið af Emblu sem hefur fengið yfir 10 milljón áhorf – „Ég var alveg í sjokki“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embla Wigum er íslensk samfélagsmiðlastjarna sem er með yfir 20 þúsund fylgjendur á Instagram og 181 þúsund fylgjendur á TikTok.

TikTok er tiltölulega „nýr“ samfélagsmiðill. Hann er endurbætt útgáfa af music.ly sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Vinsældir TikTok hafa aukist gríðarlega síðastliðið ár og er þetta ört stækkandi miðill sem æ fleiri fylgjast með. Á TikTok deila notendur stuttum myndböndum og eru oft ákveðin „trend“ í gangi.

Embla er sannkallaður listamaður með förðunarburstann og gerir ótrúlegar farðanir sem hún deilir bæði á Instagram og TikTok. Myndböndin hennar fá reglulega nokkur hundruð þúsund áhorf, en eitt nýlegt myndband hennar skaut henni upp á TikTok stjörnuhimininn. Myndbandið hefur fengið yfir tíu milljón áhorf og yfir 2,2 milljón manns líkað við það.

https://www.instagram.com/p/B66Wr0Igc-O/

Embla byrjaði á TikTok í apríl 2019 og gerir aðallega förðunarmyndbönd. Henni hefur gengið mjög vel á miðlinum og vinsældir hennar aukist ört síðustu mánuði.

DV spurði Emblu út í myndbandið vinsæla og hvernig tilfinningin var þegar það fór á flug.

„Það er mjög skemmtilegt og kom mér á óvart. Þetta var sem sagt trend sem var í gangi að gera förðun við lagið í myndbandinu. Ég ákvað að gera mína útgáfu af því,“ segir hún.

Sjáðu myndbandið hér að neðan, Embla deildi því einnig á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B6894Y5gonA/

„Fyrsta heila daginn sem myndbandið var uppi fékk ég eitthvað um 50 þúsund áhorf og níu þúsund „likes“ sem er frekar venjulegt og þá pældi ég ekkert í því. En síðan allt í einu um kvöldið fór það á flug. Þegar ég fór að sofa var það í 80 þúsund likes. Svo þegar ég vaknaði voru komin 500 þúsund likes og seinna um daginn var það komið upp í milljón likes og sirka fimm milljón áhorf! Þetta getur gerst rosalega fljótt þegar það fer fyrst á flug,“ segir Embla.

„Ég var alveg í sjokki þegar ég sá hvað þetta var að gerast hratt og fólk í kringum mig líka. Ég fékk sem betur fer nánast bara jákvæð ummæli um þetta í kommentakerfinu.“

https://www.instagram.com/p/B5ipuTkgOfA/

En hvernig virkar þetta?

Eins og fyrr segir er TikTok tiltölulega „nýr“ samfélagsmiðill og er þar af leiðandi lítið vitað um mögulegar tekjur sem er hægt að hafa af miðlinum. Til dæmis eru engar auglýsingar eins og á Facebook og Instagram.

Aðspurð hvað TikTok býður upp á segir Embla þetta vera mjög góðan vettvang til að koma sér á framfæri og til að stækka sig á öðrum samfélagsmiðlum.

„TikTok er nýrri en flestir samfélagsmiðlar og mér finnst það virka allt öðruvísi þar sem það er eins og allir fái séns á að verða „viral“, sama hversu marga fylgjendur þú ert með til að byrja með. Bara ef þú ert með gott efni, en þá getur verið auðveldara fyrir fólk að byggja upp fylgjendahóp heldur en til dæmis Instagram. Þannig TikTok býður upp á góðan vettvang og tækifæri til að koma sér áfram. Svo þegar fólk er komið með stóran fylgjendahóp getur það farið að þéna pening í gegnum síðuna,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/B4fx0SOgVhV/

En hvað gerir sum myndbönd vinsælli en önnur?

Það er mjög misjafnt hversu mörg áhorf myndbönd Emblu fá, allt frá 50 þúsund áhorf til 10 milljón áhorf. Hvað er það sem gerir sum myndbönd vinsælli en önnur?

„Það er mjög handahófskennt oft. En það hjálpar oft að fylgja þeim trendum sem eru í gangi. Trendin geta verið allskonar, eins og að gera ákveðið förðunar „look“. Ákveðið lag getur einnig orðið að trendi eða dans og þá getur maður gert sitt eigið úr því.“

Skjáskot af TikTok-síðu Emblu.

Samfélagsmiðlar

Embla er mjög virk á Instagram, @emblawigum, og hún er einnig með YouTube-rás undir sama nafni.

Þú getur auðvitað einnig fylgst með henni á TikTok, @emblawigum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“