fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Jón Viðar segir að Hlynur Pálmason kunni ekki að búa til kvikmyndir: „Yfirþyrmandi leiðindi og tilgerð“

Fókus
Laugardaginn 7. september 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hin nýja mynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur hvítur dagur, staðfestir það sem mig grunaði eftir að hafa séð fyrri mynd hans Vinterbrödre: að hann kann ekki að búa til bíómyndir,“ svona hefst hörð gagnrýni Jóns Viðars Jónssonar, helsta leikhúsgagnrýnanda þjóðarinnar til fjölda ára, á Facebook.  Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Hlynur Pálmason,  fær þar því sem best verður lýst sem falleinkunn.

„Hann kann að finna mótíf handa myndavélinni og fanga þau í stökum áhrifaríkum myndum (sem hann notar fimm fyrstu mínútur myndarinar til að sanna fyrir áhorfendum), en hann kann ekki að raða útkomunni þannig saman að út úr því komi eitthvað sem vekur áhuga eða fangar hug manns. Hann kann ekki að skrifa leikræn samtöl. Hann kann ekki að skapa persónur. Hann kann ekki að segja dramatíska sögu. Hann kann ekki að leikstýra.“

Jón Viðar segist þó geta fyrirgefið ofangreint ef saga myndarinnar væri góð, en það sé hún hins vegar ekki.

„Allt þetta mætti kannski fyrirgefa ef honum lægi sýnilega eitthvað mikið á hjarta. En um hvað fjallar þessi mynd eiginlega? Sorgarferli miðaldra manns sem botnar að endingu í einberum kynórum? Ef einhver getur útskýrt fyrir mér lokaatriði myndarinnar á annan hátt væri það vel þegið. Nei, það er leitt að þurfa að segja það: þessi mynd býður upp á fátt annað en yfirþyrmandi leiðindi og tilgerð. „Uppgjör“ þeirra Ingvars og Hilmis Snæs í gröfinni fer beint á topp fimm listann yfir misheppnuðustu atriði íslenskrar kvikmyndasögu.“

Mögulegum skoðanabræðrum sínum gefur Jón Viðar að endingu ráðleggingu um hvernig best sé að jafna sig eftir Hvítan hvítan dag.

„Þegar maður hefur slysast inn á svona leiðinlega mynd er besta ráðið til að jafna sig að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á David Suchet leika Poirot. Og það skiptir mann nákvæmlega engu máli þó að það sé í hundraðasta skipti sem maður sér hann gera það.“

Hvítur hvítur dagur var frumsýnd á hinni virtu Cannes hátíð og hefur verið lofuð af gagnrýnendum hjá hinum ýmsu virtu kvikmyndatímaritum á borð við Cineuropa, Screen International og The Hollywood Reporter. Þá hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um leik Ingvars E. Sigurðssonar, sem hlaut Rising Star verðlaunin á Cannes hátíðinni: „Ingimundur er heillandi og áhugaverður karakter, meistaralega dreginn upp af Ingvari Sigurðssyni“ segir t.a.m. í Screen International, og enn fremur að myndin sjálf sé „sjónrænt grípandi og áhrifamikil“.

Myndin fékk einnig fullt hús stiga hjá bæði Morgunblaðinu og RÚV

Í gagnrýni Tómas Valgeirssonar, blaðamanns DV, segir:

Þrælvel leikin og glæsilega útlítandi mynd þar sem sorg og abstrakt kaldhæðni er allsráðandi. En þótt tunnan sé fögur glymur furðu hátt í henni tómri.

Sjá einnig: 

Ingvar E. Sigurðsson fær leikaraverðlaunin í Cannes

Íslenskur leikstjóri kom sá og sigraði

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Í gær

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“

Lana Björk svarar Línu Birgittu og birtir myndir – „Það er ótrúlega sárt að sjá rangfærslur frá jafn stórum áhrifavaldi“