fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Blóðugt maraþon í vændum – Miðnæturbíó mikil hefð á kvikmyndahátíðum

Fókus
Fimmtudaginn 26. september 2019 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldeilis hressilegt bíókvöld í vændum hjá unnendum hryllingsmynda, annað kvöld í Bíó Paradís, en á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) verður hryllingsmaraþon þar sem skelfilegri skemmtun er lofað – bæði innan og utan sýningartjaldsins. RIFF hefur formlega göngu sína frá og með deginum í dag og stendur til sunnudagsins 6. október. Hægt er að útvega sér passa á hátíðina með því að smella HÉR.

Úrval hryllingsmaraþonsins samanstendur af ýmsum ólíkum kvikmyndum, bæði stuttmyndum og í fullri lengd, og standa herlegheitin í gangi frá klukkan 21:00 til 03:00. Gunnar Theodór Eggertsson, sérfræðingur í hryllingsmálum og yfirmaður hryllingsmyndaflokksins á RIFF, lofar ógleymanlegru kvöldi þar sem miklu verður tjaldað til.

„Það hefur alltaf verið hefð á kvikmyndahátíðum að bjóða upp á miðnæturbíó,“ segir Gunnar. „Þetta er okkar tilraun til að hræra saman ýmsum ólíkum en vel völdum myndum og langaði okkur að halda norrænu þema þetta árið. En það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í þetta og alltaf mikil stemning að sjá fjölda góðra mynda á einu bretti.“

Þetta er það sem verður á boðstólnum blóðuga á maraþoninu:

The Dead Don’t Die

Leikstjórinn Jim Jarmusch er fjölmörgum kunnugur og útfærir hann hér sína fyrstu uppvakningamynd. Segja má að þessi mynd, sem aðdáendur leikstjórans hafa lengi beðið spenntir eftir, sé bæði óhugnanleg og hnyttin í senn og er enginn skortur af þekktum leikurum á skjánum. Myndin gerist í rólegum og friðsömum bæ að nafni Centerville, sem tekur stakkaskiptum þegar íbúar neyðast til að takast á við hjarðir fólk sem hefur risið upp úr gröfum sínum. Hvað gera bændur þá?

 

Little Joe

Little Joe í leik­stjórn Jessicu Hau­sner ger­ist í framtíðinni og fjall­ar um óhugnanleg áhrif erfðabreyt­inga. Leikararnir Ben Whis­haw og Em­ily Beecham fara með helstu hlut­verk í mynd­inni sem vakið hefur mikla athygli um allan heim.

 

Þula (Lullaby) og fleiri stuttmyndir

Stuttmyndin Þula er rómantísk vísindafantasía eftir Hauk M. Hrafnsson þar sem ótrúleg þrautseigja manns fléttast inn í heim vísindaskáldskapar. Tíminn leysist upp og víddir teygjast og sveigjast á meðan hann glímir við örlögin. Myndin keppir á RIFF í flokki íslenskra stuttmynda og verður Haukur sjálfur á staðnum undir lok sýningar til að svara spurningum aðdáenda.

 

Evil Ed

Sænska költ-myndin Evil Ed frá Anders Jacobson er óður til sígildra „splatter-mynda“ níunda áratugarins og í senn bráðfyndin ádeila á sænska ritskoðunarkerfið. Myndin segir frá ljúfa klipparanum Ed, sem er auðmjúkur og listrænn að eðlisfari sem dag einn fær það verkefni að ritskoða hrollvekjur allan daginn. Verkið virðist við fyrstu sýn vera sáraeinfalt en fyrr en varir er Ed hægt og rólega farinn að missa vitið.

„Þetta er eina gamla myndin sem við sýnum og langaði okkur að taka eina sem væri ekkert sérlega þekkt, en hún er rosalega skemmtileg.“

Sjá einnig: Blóð í bíó: „Það er sjaldgæf ánægja að finna mynd sem er svo innilega furðuleg“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu