Birkir Bjarnason og Markús Bjarnason eru bræðurnir á bak við hljómsveitina Omotrack. Þeir voru að gefa út nýtt lag í dag, „Quality“. En um hvað fjallar lagið?
„Ég svaf yfir mig, vekjaraklukkan hringdi ekki þar sem nýi síminn minn var batteríslaus. Ég fór á veitingastað, pantaði mér ristað brauð, þurfti að bíða í klukkutíma. Ég horfði á trailer fyrir bíómynd, fór í bíó á myndina, öll góðu atriðin voru í trailernum. Ég var í sundi, þegar ég ætlaði að þurka mér var handklæðið mitt horfið, ég notaði blásarann. Ég ætlaði að gera „at merki“ (@), var í Apple tölvu, allt hvarf,“ segja bræðurnir.
Lúxusvandamál er viðfangsefnið í nýja lagiu „Quality“ eftir bræðurna í Omotrack. Nafnið Omotrack er dregið af þorpinu Omo Rate í Eþíópíu, en þar ólust þeir upp að hluta.
„Við bræðurnir ætlum að taka okkur á og hætta að kvarta yfir hlutum sem skipta raunverulega engu máli. Hlæjum að þessum „vandamálum“ í staðinn og tökum eftir því hvað við höfum það næs.“
Lagið Quality má finna á Spotify, Youtube og öllum helstu steymisveitum. Hægt er að fylgjast nánar með Omotrack á Facebook og Instagram.
Horfðu á tónlistarmyndbandið hér að neðan.