fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Íslendingar í fótóspor frægra – Bert hold og húmor – Sjáið myndirnar

Fókus
Sunnudaginn 1. september 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsþekktir Íslendingar hafa stundað það síðustu ár að endurgera myndir stjarnanna til að hafa dýpri vísun í myndum í dagblöðum, tímaritum eða söluvarningi. Hér eru nokkrar af vel heppnuðu endurgerðunum að mati DV.

Braut internetið

Internetið nötraði, og í raun brotnaði, þegar að forsíða tímaritsins Paper var frumsýnd árið 2014. Um var að ræða sögufræga mynd af raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian þar sem hún beraði sinn heimsfræga bossa. Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Sigrún Lilja Guðjónsdóttir endurgerði myndina í samstarfi við tímaritið sáluga Séð og Heyrt fyrir nokkrum árum og tókst vel upp.

Heykvíslar á loft

Tvíhöfðabræðrunum Sigurjóni Kjartanssyni og Jóni Gnarr detta oft ótrúlegustu hlutir í hug og endurgerðu þeir til að mynda einu sinni málverkið American Gothic sem var málað af Grant Wood árið 1930.

Djúp tenging

Spéfuglinn Kathy Griffin samþykkti að taka þátt í myndaseríu listamannsins Tylers Shields árið 2017, en þá var grínarinn myndaður með blóðugt höfuð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í hendi. Kathy var harðlega gagnrýnd fyrir að taka þátt í myndatökunni og á þeim tíma sem myndin kom upp á yfirborðið baðst hún afsökunar. Hún dró síðar afsökunarbeiðnina til baka og sneri þessu hneyksli upp í grín í uppistandinu Kathy Griffin: A Hell of a Story. Það má sjá líkindi með þessari mynd og kynningarmynd grínistans Björns Braga fyrir nýja uppistandssýningu þar sem leikkonan Anna Svava Knútsdóttir heldur á höfði hans. Mun sýningin að einhverju leyti fjalla um myndband sem kom upp á yfirborðið í fyrra þar sem Björn Bragi sást káfa á klofi unglingsstúlku.

Í þrusuformi

Hamborgarakóngurinn Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, blés til gjafaleiks á Instagram fyrir stuttu og endurgerði plötuumslag Auðs við plötuna Afsakanir í leiðinni.

Hermdi eftir Harrelson

Heimildamyndin Can’t Walk Way var frumsýnd árið 2016, en hún fjallar um líf tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar. Plakatið fyrir myndina var greinilega undir miklum áhrifum plakatsins fyrir kvikmyndina Natural Born Killers. Sú mynd kom út árið 1994 en á plakatinu má sjá stórleikarinn Woody Harrelson í hlutverki sínu í mynd sem sló rækilega í gegn.

Óléttar og allsnaktar

Leikkonan Aníta Briem prýddi forsíðu Lífsins, fylgirits Fréttablaðsins, í desember árið 2013. Aníta beraði óléttubumbuna, líkt og leikkonan Demi Moore gerði á forsíðu Vanity Fair árið 1991.

Í fótspor glæpamanns ástarinnar

Rapparinn og frumkvöðullinn Rick Ross státar af glæsilegum ferli. Hann sat eftirminnilega fyrir á forsíðu tónlistartímaritsins Rolling Stone árið 2012 undir fyrirsögninni Gangster of Love, eða glæpamaður ástarinnar. Sex árum síðar var komið að íslenska rapparanum Herra Hnetusmjöri að endurgera þessa brjáluðu forsíðu fyrir vikublaðið Mannlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við