fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
Fókus

Disney varpar verðsprengju inn á efnisveitumarkaðinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 19:30

70 ára áskrift að Disney+ er nú kannski aðeins í meira lagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember ýtir Disney samsteypan Disney+ efnisveitunni úr vör. Ljóst er að Disney ætlar sér stóra hluti á þessum markaði því áskrift að efnisveitunni mun kosta minna en áskrift að Netflix. En ekki nóg með það því Disney mun einnig bjóða upp á stóran pakka á sama verði og Netflix. Í þessum stóra pakka verða auk Disney+ ESPN+ og Hulu efnisveitan.

Þetta á við í Bandaríkjunum þar sem Disney mun bjóða upp á stóra pakkann fyrir 6,99 dollara á mánuði sem er það sem áskrift að Netflix kostar í dag með HD útsendingu. Á ESPN+ er boðið upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Hulu er næstvinsælasta efnisveitan í dag á eftir Netflix. Disney keypti Hulu af stórum kvikmynda- og sjónvarpsfyrirtækjum fyrir nokkru.

Ljóst er að mikið úrval verður í boði hjá Disney því allt efni fyrirtækisins verður aðgengilegt á efnisveitunni en Disney á meðal annars Star Wars og Marvel merkin. Auk þess mun megnið af efni 21st Century Fox verða aðgengilegt á Disney+ því Disney keypti fyrirtækið á síðasta ári.

Disney+ verður hleypt af stokkunum þann 12. nóvember í Bandaríkjunum og síðan kemur röðin að allri Vestur-Evrópu. Ekki hefur þó verið tilkynnt um dagsetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Í gær

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kona segist hafa séð geimskip fyrir utan Mosfellsbæ – Svona leit það út

Kona segist hafa séð geimskip fyrir utan Mosfellsbæ – Svona leit það út
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?