fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Bílskúr breytt í íbúð – Allt til alls á 20 fermetrum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. ágúst 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á þrítugsaldri breytti bílskúr við heimili foreldra sinna í íbúð fyrir sig með góðri aðstoð foreldranna og eru 20 fermetrar nú orðnir að hlýlegu og fallegu heimili.

„Við leigðum gám og byrjuðum á að rífa allt út úr bílskúrnum og henda í gáminn. Það þurfti að þrífa allt hátt og lágt, byrja á því að teipa herbergi og mæla fyrir öllu,“ segir íbúðareigandinn, en verkið í heild tók þrjá mánuði.

Bílskúrinn Stærðin er 25,5 fermetrar í heild.

Það var rosalega mikið sem tók tíma af minni hálfu þar sem ég er mjög óþolinmóð,“ svarar hún aðspurð hvað hafi verið erfiðast við verkið. „Grunnvinnan og undirbúningurinn og öll þrifin voru tímafrek. Síðan verð ég að taka fram að það að sparsla og pússa og sparsla og pússa er klárlega leiðinlegasta og tímafrekasta verkefnið.“

Teikning Rýmið teiknað upp, Um 5 fermetrar fara í geymslu og fataskáp.
Hálfnað er verk … Byrjað að flísaleggja.

Pípari kom og lagði fyrir sturtunni, en baðherbergið er innst í rýminu. „Við létum líka gera túðu í sturtunni sem er alltaf í gangi svo að loftflæðið sé í lagi.“ Einn gluggi er í heildarrýminu, við annan endann þar sem komið er inn, þannig að loftflæði þarf að vera gott svo ekki myndist mikill raki eða hiti inni.

Mynd: Eyþór Árnason

Hvað var dýrast við framkvæmdirnar?

„Kostnaðarsamasti hlutinn var þegar við þurftum að leita aðstoðar hjá iðnaðarmönnum, en við eigum gott fólk að og var vinur pabba, sem er smiður, með okkur í öllu ferlinu og fær hann tíu í einkunn fyrir þolinmæði og fagleg vinnubrögð.“ Frændi hennar kom síðan og tengdi fyrir rafmagninu.

Mynd: Eyþór Árnason
Vel valdir skrautmunir gera eldhúsið hlýlegt og notalegt. Mynd: Eyþór Árnason
Þegar pláss er af skornum skammti þarf að hugsa í lausnum. Hér hefur íbúðareigandi valið lítið helluborð til að elda á sem kemur einstaklega vel út. Mynd: Eyþór Árnason

Íbúðareigandinn mælir með því við slíkar breytingar að vera vakandi fyrir tilboðum og afsláttum. „Við vorum helvíti heppin með mikið af hlutum, eldhúsinnréttingin var til dæmis á 40 prósent afslætti í IKEA því þeir voru að skipta út svarta litnum.“

Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason

Hvað kom á óvart í breytingunum?

„Hvað lofthæðin er góð, rýmið er í góðri „funksjón“ og hvað pabbi minn er helvíti duglegur.“

Mynd: Eyþór Árnason

Hvað var skemmtilegast?

„Að sjá grámyglulegan bílskúr verða að fallegu litlu heimili, sjá hvernig hlutirnir koma heim og saman. En verkefnið sjálft var mjög skemmtilegt, ég verð að taka fram hvað ég á góða foreldra sem eiga stórt „high five“ og faðmlag skilið, fyrir að leyfa mér að njóta góðs af þeim á meðan ég safna fyrir íbúð. En auðvitað var þetta einn lærdómur sem fer klárlega í reynslubankann.“

Mynd: Eyþór Árnason
Fyrir mynd Allt á hvolfi eins og vera ber við framkvæmdir.
Fyrir mynd Allt á hvolfi eins og vera ber við framkvæmdir.
Allt að gerast Mynd farin að komast á íbúðina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024