fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Það kitlar eldri borgarana að rifja upp gamlar minningar“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 3. ágúst 2019 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikrit byggt á lögum hljómsveitarinnar Ðe Lónlí Blú Bojs var frumsýnt fyrir troðfullum sal í Bæjarbíói í síðustu viku. Sýningin fjallar um þá Sörla, Pál og Njál, þrjá vini sem dreymir um að verða tónlistarmenn. Þeir ákveða að leita til úrelts umboðsmanns og ná að landa samningi hjá honum. Umboðsmaðurinn bætir síðan töffaranum Valdimari við hópinn og úr því verður hljómsveitin Ðe Lónlí blú bojs til. Í sýningunni er stiklað yfir þá drauma og bresti sem eiga það til að fylgja nýkominni frægð.

Meðalaldur leikara og listrænna stjórnenda í sýningunni er mun lægri en gengur og gerist. Leikstjóri sýningarinnar, Höskuldur Þór Jónsson, er rúmlega tvítugur og leikararnir eru flestir nýskriðnir úr framhaldsskóla. 

Höskuldur skrifaði handrit sýningarinnar ásamt því að leikstýra henni. Þetta er fyrsta verkið sem Höskuldur skrifar frá grunni, en önnur sýningin sem hann leikstýrir. Hann segir þetta vera tvær hliðar á sama peningnum, það að skrifa verkið og síðan að leikstýra því.

„Þegar maður skrifar verkið hefur maður ákveðna sýn, þannig að það hjálpar að leikstýra þessu líka. Þetta er þó vissulega sitt hvort dæmið, að skrifa er eitt og að leikstýra er annað.“

Aðspurður hvernig það sé að setja upp heilt leikrit ásamt svo ungum hóp segir Höskuldur að traustið sé mikilvægt og að hann sé heppinn með hópinn.

„Það þarf bara að vera ákveðið traust og drifkraftur til staðar. Það er nauðsynlegt að vera með gott fólk í kringum sig, sem er tilbúið að leggja allt að veði. Þetta hefði aldrei getað gerst án þess að hafa með sér svona frábæran hóp.“

Sýningin er byggð í kringum vinsælustu lög Ðe Lónlí Blú Bojs en sagan í sýningunni  fylgir þó ekki raunverulegri sögu hljómsveitarinnar. Þegar hljómsveitin fór af stað notuðu meðlimir hennar dulnefnin Sörli, Njáll, Páll og Valdimar en leikritið er byggt á þeim dulnefnum.

„Við notum í rauninni dulnefni þeirra sem karaktera í sýningunni af því við erum ekki að setja upp söguna þeirra, við erum að setja upp okkar eigin sögu.“

Höskuldur segir sýninguna ná til allra aldurshópa þar sem eldra fólk þekkir hljómsveitina frá sínum yngri árum á meðan leikararnir eru ungir að aldri.

„Það er málið með þessa sýningu, það kitlar eldri borgarana að fá að rifja upp gamlar minningar og fara aftur í tímann. Svo hefur unga fólkið líka gaman af þessu þannig þetta fer alveg hringinn.“

Blaðamaður fór á sýninguna og getur staðfest að hún er hreint út sagt mögnuð. Leikararnir eru svo náttúrulegir og trúverðugir í hlutverkum sínum að það er líkt og þeir hafi alist upp á þessu sviði. Sýningin er fyndin, hress og nær að draga allan salinn með sér aftur í tímann til að upplifa sveitapoppið. Þetta er frábært leikrit sem enginn má missa af.

Nýtt band með nýjar áherslur

Sagan af hljómsveitinni Ðe Lónlí Blú Bojs hefst með stofnun Hljóma árið 1963. Eggert Kristinsson, einn meðlimur hljómsveitarinnar, fór í mánaðarferð til Englands þar sem hann heillaðist af kvartettinum The Beatles sem flestir kannast við í dag. 

Hljómar fengu innblástur frá Bítlunum og voru fyrsta íslenska Bítlabandið sem náði almennilegum vinsældum. Árið 1974 gáfu þeir út plötu á ensku sem féll ekki jafn vel í kramið hjá þjóðinni og fyrri plötur þeirra.

Fjórir meðlimir Hljóma, þeir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen og Björgvin Halldórsson, vildu breyta um stíl. Þeir stofnuðu því nýtt band með nýjar áherslur auk þess sem bandið átti að vera svokallað leyniband en slíkt var nokkuð í tísku á þeim tíma. Sagan segir að Sigríður Þorleifsdóttir, móðir Björgvins, hafi komið með hugmynd að nafni fyrir bandið og var það síðan notað. Þetta nafn var Ðe Lónlí Blú Bojs.

Þessi nýja hljómsveit var fljót af stað og sendi frá sér litla tveggja laga plötu sem innihélt lögin Diggi Liggi Ló og Kurrjóðaglyðru. Sveitin varð strax mjög vinsæl og ekki leið á löngu þar til breiðskífan Stuð Stuð Stuð var gefin út árið 1975. Platan varð mjög vinsæl og seldist í um 10.000 eintökum. Þorsteinn Eggertsson myndskreytti umslagið plötunnar Stuð Stuð Stuð og skrifaði skemmtilegan texta aftan á umslagið þar sem talað er um ímynduðu hljómsveitarmeðlimina Sörla, Njál, Pál og Valdimar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“