Logi Bergmann Eiðsson kom víða við á árinu 2018 eftir að hafa losnað undan störfum hjá 365 miðlum í loks árs 2017, þegar lögbann á störf hans rann sitt skeið. Strax í kjölfarið hóf hann störf hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og Símanum. Logi var um tíma einn af stjórnendum útvarpsþáttarins Ísland vaknar á K100 en bundinn var endi á þann þátt í lok síðasta árs. Þá var Logi einnig með vinsæla viðtalsþætti hjá Símanum sem hétu Með Loga. Logi nýtti fyrrnefnt lögbann vel og útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur heilum 25 árum eftir að hann hóf nám. Um þessar mundir geta sjónvarpsáhorfendur notið þess að sjá hann á skjánum hjá Símanum í enska boltanum.
Laun: 2.203.505 kr.