Björgvin Halldórsson, eða Bó eins og hann er oftast kallaður, er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar og slær ekki slöku við þótt kominn sé á eftirlaunaaldur. Hann hefur gert gott mót með árlega jólatónleika og ýmsar uppákomur þar sem gullbarkinn fær að njóta sín. Nú síðast varð hann þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrstu stjörnu íslenskrar tónlistar sem afhjúpuð var í Hafnarfirði. Bó var snortinn við þá afhjúpun enda Gaflari í húð og hár.
Laun: 897.648 kr.
Allt um tekjur yfir tvö þúsund Íslendinga í Tekjublaði DV.