fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Nína Dagbjört komin með yfir 200 þúsund áhorf á YouTube: „Ég er bara rétt að byrja“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nína Dagbjört er nítján ára söngkona sem er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún var að gefa út sitt fyrsta lag, Prove It, ásamt tónlistarmyndbandi sem hefur fengið yfir 208 þúsund áhorf á YouTube.

„Söngur, dans og tónlist hafa verið stór hluti af mínu lífi. Það er hægt að segja að ég hafi verið umvafin tónlist frá fæðingu en foreldrar mínir eru bæði tónlistarfólk,“ segir Nína Dagbjört.

Í haust mun hún útskrifast af viðskiptabraut FG og var áður í Verslunarskóla Íslands. Hún hefur reynt fyrir sér í hinum ýmsu söngvakeppnum eins og Vælinu í Versló, Jarminu í FG, söngvakeppni framhaldsskólanna og Jólastjörnunni. Hún kom einnig fram á Jólagestum Björgvins. „Það er hægt að segja að boltinn hafi farið að rúlla mikið, sönglega séð, eftir þá reynslu,“ segir Nína.

Fyrsta lagið

Nína Dagbjört gaf út lagið ásamt Javi Valiño og ThomDary. Lagið kom út 14. júlí síðastliðinn á Spotify og kom tónlistarmyndbandið á YouTube 2. ágúst. Það hefur notið gríðarlega vinsælda og fengið yfir 200 þúsund áhorf á þessum stutta tíma.

„Ég hef aldrei gefið út lag áður en þetta er fyrsta frumsamda lagið sem ég tek þátt í að vinna. Javi sá mig í sjónvarpinu þegar ég var að keppa í söngvakeppni framhaldsskólanna, og hann hafði samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að vinna með honum. Javi er rosalega skemmtilegur karakter og orkumikill enda hefur hann verið að dj-a og dansa allt sitt líf,“ segir Nína Dagbjört.

„Javi hefur búið hér á landi síðan árið 2012, unnið bæði sem danskennari og plötusnúður. Hann er með sitt eigið plötu label, Graffity Soul Records, en fyrirtæki hans heitir GS Prods ehf.“

Latín-popp tónlist heillandi

Geturðu sagt mér frá laginu?

„Lagið er latín-popp lag, en Javi kynnti mér fyrir latín-popp músik, og finnst mér hún mjög skemmtileg og lifandi músík. Ég skrifaði enska textann, og Thomdary skrifaði spænska rapp textann. Thomdary býr einnig hér á Íslandi. Hann og Javi hafa stundum unnið saman. Textinn í laginu Prove it fjallar einfaldlega um stelpu sem veit nákvæmlega hvað hún vill og ef einhver vill samband með henni, þá þarf sá strákur að sanna það,“ segir Nína Dagbjört.

https://www.instagram.com/p/B0rGVxcAkQh/

En tónlistarmyndbandinu?

„Upptökurnar tóku heilan dag í sal sem Sena á og við vorum með geggjað tökulið. Javi þekkir svo margt fólk að hann tók saman nokkra af sínum bestu vinum til að hjálpa sér. Javi og aðrir lögðu mikla vinnu og mikinn metnað í myndbandið til að hafa það sem flottast. Við höfðum einnig samband við vini okkar úr dansheiminum, og enduðum við með um 20-30 dansara sem stóðu sig ótrúlega vel í tökunum. Javi samdi dansinn, en hann leikstýrði einnig öllu í myndbandsgerðinni.“

Hvernig var að taka það upp?

„Þetta var rosaleg upplifun. Það var svo ótrúleg orka í öllum sem tóku þátt í myndbandinu og ég gæti ekki óskað mér betri hóp. Þetta gekk allt upp eins og við vildum hafa það.“

https://www.instagram.com/p/Bz6hroqgGn4/

Bjóst ekki við vinsældunum

Nína Dagbjört segir að hún hafi ekki búist við svona miklum áhorfum á myndbandinu. „Ég er búin að fá æðisleg viðbrögð og stuðning frá svo mörgum sem hafa hlustað á lagið og séð myndbandið,“ segir hún og bætir við að Javi hefur verið duglegur að auglýsa lagið og myndbandið úti á Spáni og í Ameríku.

Hvað er á döfinni?

„Við erum núna að vinna á fleiri lögum og vonandi getum við kýlt á nýtt lag fyrir jól. Eftir útskrift stefni á að sækja um í Tónlistarskóla FÍH. Ég er bara rétt að byrja í tónlistinni og þið megið búast við fleiri lögum frá mér á næstunni,“ segir Nína Dagbjört.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“