fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur

Fókus
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 09:00

Hafþór og Kelsey. Mynd: Skjáskot af Instagram @hafthorjulius

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og hann er kallaður í daglegu tali, er ekki á flæðiskeri staddur ef marka má útreikninga DV. Fjallið er með rúmar sex milljónir í mánuði en hann hefur ekki aðeins haldið sig í kapphlaupinu að titlinum Sterkasti maður heims heldur einnig gert gott mót í leiklistinni. Þessar sex milljónir koma Hafþóri á toppinn á lista yfir hæstlaunuðu íþróttamenn landsins. Næst á eftir honum á listanum er Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir með tæpa fjóra og hálfa milljón í mánaðarlaun.

Eins og flestir vita hefur hann leikið Fjallið í Game of Thrones og einnig leikið í fjölmörgum auglýsingum og tónlistarmyndböndum á erlendri grundu. Þá rekur hann einnig líkamsræktarstöðina Thor‘s Power Gym sem var opnuð í nýjum húsakynnum í Kópavogi fyrir stuttu.

https://www.instagram.com/p/BzRN-YvgNfy/

Árið í fyrra var viðburðaríkt hjá Fjallinu og bar þar einna hæst að hann kvæntist sinni heittelskuðu, Kelsey Henson. Þá fór hann einnig í nokkurra milljón króna hárígræðslu. Fyrr á þessu ári játaði Hafþór síðan í viðtali við ESPN að hann hefði notað stera. Hann sagði ekki hve lengi hann notaði þá né hvort hann væri að nota þá á þeim tíma sem viðtalið var tekið og kom umræðan greinilega illa við aflraunamanninn.

Árið 2017 steig barnsmóðir Hafþórs, Thelma Björk Steimann, fram og sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. Hafþór hefur staðfastlega neitað sök. Thelma hélt því fram að fleiri konur hefðu verið beittar ofbeldi af Hafþóri og hann neitaði því einnig.

Laun: 6.239.863 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað er konudagur?

Hvað er konudagur?
Fókus
Í gær

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“