Tónlistarmaðurinn Ari Ólafsson var fulltrúi Íslands í Eurovision í fyrra og flutti lagið Our Choice á stóra sviðinu í Lissabon í Portúgal. Ari komst ekki áfram í úrslit en vann hug og hjörtu þjóðarinnar með einlægri sviðsframkomu og fasi.
Í framhaldinu fékk Ari inngöngu í einn virtasta tónlistarskóla í heimi, Royal Academy of Music í London, og flutti út. Þótt það sé eflaust nóg að gera hjá þessum unga og upprennandi manni í skólanum slær hann ekki slöku við í tónlistarsköpun og gaf nýverið út popplagið Too Good.
Hins vegar er Ari aðeins með rétt rúmlega hundrað þúsund krónur í mánaðarlaun, sem er langt undir lágmarkslaunum. Fyrrnefnd skólavist er líklegast útskýring á tekjuleysinu.
Laun: 108.036 kr.
Allt um tekjur yfir tvö þúsund Íslendinga í nýju Tekjublaði DV.