Grínarinn og framleiðandinn Will Ferrell fer með hlutverk Íslendings í kvikmyndinni Eurovision, en sú mynd – líkt og nafnið gefur til kynna – fjallar um söngvakeppnina stórvinsælu og herlegheitin í kringum hana. Á móti honum fer Rachel McAdams með hlutverk íslenskrar söngkonu. Will Ferrell leikur ekki aðeins í myndinni heldur skrifar hann handrit hennar.
Enn er að bætast í leikarahópinn og var tilkynnt fyrir stuttu að söng- og leikkonan Demi Lovato mun fara með hlutverk í myndinni sem kemur á Netflix í vetur.
Fyrir nokkrum klukkustundum síðan tilkynnti Demi Lovato það á Instagram-síðu sinni að hún mun fara með hlutverk í myndinni.
Eða frekar Will Ferrell tilkynnti það í myndbandi á Instagram-síðu Demi.
Horfðu á það hér að neðan.
https://www.instagram.com/p/B1Z8nI7hLs-/