fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Sólrún Diego á þernulaunum

Fókus
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 11:15

Sólrún Diego.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin þrifglaða Sólrún Diego er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins og telja mánaðarlaun hennar rúmlega 330 þúsund krónur. Líkt og kom fram í verkfallsaðgerðum fyrr í vetur þá er það álíka laun og þernur á hótelum fá mánaðarlega. Sólrún auglýsir vörur grimmt á samfélagsmiðlum og hefur einnig gefið út bók um þrif.

Henni mislíkaði hins vegar umfjöllun DV um blekkingar hennar á samfélagsmiðlum þar sem hún auglýsti vörur, sem nýbakaður eiginmaður hennar seldi, án þess að taka fram hagsmunatengsl eða að um auglýsingu væri að ræða. Henni var það illa við þá umfjöllun að hún sigaði lögmönnum á DV. Stuttu eftir umfjöllun DV barst ritstjórn bréf frá lögmannsstofunni LOGOS þar sem DV er bannað að birta myndefni af samfélagsmiðlum Sólrúnar, hvort sem það væru skjáskot eða tengill á myndir.

Þrátt fyrir það þá birti Sólrún dulda auglýsingu fyrir einungis um mánuði síðan. Óhætt var að segja að Sólrún Diego sýndi það ekki með skýrum hætti að myndband sem hún setti í Instagram-story væri auglýsing. Í rauninni þurfti stækkunargler til að sjá örlítið letur þar sem stóð„samstarf“. Til að bæta gráu ofan á svart þá er orðið hvítt og bakgrunnurinn hvítur.

Sólrún gekk í það heilaga um síðustu helgi og heldur ótrauð áfram að skapa sér feril á tölvuöld, sem kannski er ekki jafn arðbær og margir halda. Sólrún fór með brúðkaup sitt líkt og hernaðarleyndarmál. Hún gekk að eiga Frans Veigar Garðarsson en þau hafa verið saman um langt skeið og eiga tvö börn saman, drenginn Maron og dótturina Maísól.

Mánaðarlaun 2018: 334.485 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun