Það eru komin 20 ár síðan fyrsta American Pie myndin kom út og gerði allt vitlaust. Til að fagna þessu stórafmæli komu leikarar myndarinnar saman til að tala um lífið eftir American Pie.
Jason Biggs, Alyson Hannigan, Eddie Kaye Thomas, Chris Klein, Natasha Lyonne, Tara Reid og Sean William Scott komu öll saman til að rifja upp menningarfyrirbærið sem þau bjuggu til á Entertainment Tonight.
Þau segja frá leyndarmálum frá tökustað og hverjum þau voru skotin í þegar myndin var tekin upp. Hægt verður að horfa á leikarana spjalla saman á vefsíðu Entertainment Tonight klukkan átta í kvöld.
Sjáðu myndina af þeim þá og nú hér að neðan.