fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Ásta fann ástina í sveitinni: „Ásta Hrafnhildur sterk og stolt, stuðla ég henni rímu”

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. júlí 2019 11:30

Ásta í sveitinni 2018. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hefur verið lengi í sviðsljósinu, hún var reglulegur gestur á síðum Séð og Heyrt í áraraðir, þar til hún hóf störf þar sem blaðamaður og tók síðan við ritstjórastólnum degi eftir að Eiríki Jónssyni var sagt að yfirgefa hann.
 
Ásta fór nýjar leiðir þann tíma sem hún var ritstjóri og vöktu nokkur mál gríðarlega athygli og umtal. Eins og títt var sagðist enginn lesa Séð og Heyrt fyrr en eitthvað vakti umtal, þá kom í ljós að allir lásu blaðið. Ásta lék sér að því að vekja athygli á sér og blaðinu um leið.
 
Eftir að útgáfa Séð og Heyrt hætti hefur minna farið fyrir Ástu, hún hóf störf á Fréttablaðinu og sá einnig um þættina Ástir með Ástu á FM957. En núna er hún hætt í blaðamennskunni og flutt í sveitina þar sem hún nýtur sín til fulls.
 
„Ásta Hrafnhildur sterk og stolt, stuðla ég henni rímu. Er nú komin í Önundarholt ásamt kettinum Grímu,“ skrifar séra Hjálmar Jónsson ljóðrænt á Facebook-síðu Ástu.
 
Heyrst hefur að í sveitinni, nánar til tekið í Önundarholti, hafi Ásta líka fundið ástina í fangi Þorvaldar Steinþórssonar, sem er jafngamall og hún, árgerð ´71 og fyrrverandi nemandi í Garðaskóla eins og Ásta. Heimildarmaður DV segir parið geisla af hamingju og vita að þau eigi samleið í lífinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“