Krakkahópur frá Úkraníu fékk gullhnappinn í America‘s Got Talent í gær. Nú stendur yfir önnur umferð af áheyrnaprufum.
Um er að ræða danshóp, sem gerir meira en bara dansa. Þetta er sannkölluð ljósasýning.
„Við dönsum ekki bara. Ljós, forritun og kóðun koma að þessu atriði. Það er margt sem fer í atriðið,“ segir einn meðlimur hópsins.
Hópurinn kallar sig Light Balance Kids eftir Light Balance sem komst í lokaþátt America‘s Got Talent árið 2017.
Eins og fyrr segir eru krakkarnir frá Úkraníu og segja að það sé mjög ólíkt að alast upp þar og í Bandaríkjunum.
„Landið okkar hefur verið í stríði í fimm ár,“ segir stúlka í hópnum.
Viðbrögð barnanna þegar þau fá gullhnappinn eru yndisleg og einlæg. Horfðu á myndbandið hér að neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=bIeUs2WrbYo