Húsið Miðbær sem stendur austur í hverfi í Grindavík kemur fram í bresku sjónvarpsþáttunum Black Mirror, sem hafa notið mikilla vinsælda meðal áhorfenda.
Þátturinn er sá þriðji í fjórðu þáttaröð, og ber nafnið Crocodile. Þátturinn var að mestu tekinn upp á Íslandi í febrúar árið 2017 og hafði framleiðslufyrirtækið True North aðkomu að gerð hans. Sækja þurfti um leyfi til Umhverfisstofnunar vegna kvikmyndatöku við Kleifarvatn, en þar er jarðrask óheimilt nema með leyfi stofnunarinnar. Þáttinn, sem og aðra þætti í þáttaröðinni, má finna á Netflix.