fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Magnea fer yfir lífið í Los Angeles – Klessti lúxuskerru á leið í afmæli Chris Brown

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 28. júlí 2019 21:00

Magnea setur sér markmið og nær þeim. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnea Björg Jónsdóttir er 24ra ára Breiðhyltingur sem dýfði sér svo sannarlega í djúpu laugina fyrir fimm árum þegar hún flutti nítján ára gömul til Los Angeles í Bandaríkjunum. Það má segja að Magnea hafi lifað draumalífinu þessi fimm ár, rekið lúxusbílaleigu fyrir fræga fólkið í Los Angeles og kynnst því hvernig er að standa á eigin fótum. Magnea er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, föstudagsþáttarins Fókuss.

Sjá einnig: Magnea rekur lúxusbílaleigu í Beverly Hills – Dýrasti bíllinn á 60 milljónir.

Að hitta fræga er daglegt brauð

Stærsti kúnnahópur Magneu er rapparar, fólk í grasbransanum, þar sem gras er löglegt í Kaliforníu, frægt fólk, leikarar og Instagram-fyrirsætur. Aðspurð hvort það sé ekki mikil pressa að hugsa um svo dýra bíla fyrir fólk sem kallar ekki allt ömmu sína segir hún það vissulega vera svo.

Magnea fylgir sínum draumum stolt. Mynd: Úr einkasafni

„Þetta eru bara eins og litlu börnin mín,“ segir hún og rifjar upp eina skiptið sem hún hefur klesst bíl. „Það var algjört óhapp. Ég var ekki einu sinni úti í umferðinni, ég bara bakkaði á kant. Bíllinn þurfti að vera í viðgerð í tvo mánuði. Að lokum seldi eigandinn bílinn, en það óheppilega var að ég var ekki einu sinni í vinnunni þegar þetta gerðist heldur var ég á leið í afmælispartí hjá Chris Brown,“ segir hún og hlær. Tónlistarmaðurinn Chris Brown er ekki eini þekkti einstaklingurinn sem Magnea hefur hitt í Los Angeles. Hún hefur einnig hitt Justin Bieber, glaumgosann Dan Bilzerian, rapparana Migos og farið í teiti hjá Drake og Leonardo DiCaprio svo fáir einir séu nefndir. En hefur hún einhvern tímann orðið „star struck“?

„Já, þegar Kylie Jenner hélt upp á afmæli sitt á litlum kokteilklúbbi sem heitir Delilah. Ég elska hana,“ segir hún.

Varðandi framtíðina er Magnea með stór plön.

„Mig langar að stofna mitt eigið fyrirtæki, vegna vel og gera eitthvað flott í lífinu. Mig langar líka í fjölskyldu, en ég er ekki tilbúin í það núna. Eitt af því, þegar maður býr svona langt í burtu og fylgist með öllu á Íslandi, er að maður hugsar: „Ég væri til í að eignast íslenskan kærasta og stofna fyrirtæki og kaupa öll þessi Ittala-glös. Þetta góða skandinavíska líf.“ Mér finnst það rosalega spennandi.“

Viðtalið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið