fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Íslensk og norræn morð- og sakamál vinsælust í eyrum landsmanna

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2019 20:30

Unnur Arna Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðcastið er vinsælasta hlaðvarpið á Íslandi í dag. Það er Unnur Arna Borgþórsdóttir sem hefur veg og vanda að hlaðvarpinu og fær hún til sín góðan gest í hverjum þætti, en nýr þáttur kemur alla fimmtudaga.

Unnur Arna er 28 ára gömul, lögfræðimenntuð og starfar sem bankastarfsmaður á Egilsstöðum þar sem hún er fædd og uppalin.

Í hlaðvarpinu tekur Unnur Arna fyrir íslensk og skandinavísk morð og sakamál á léttari nótum en vaninn er og yfirleitt er ekki um stærstu og þekktustu mál fyrri tíma og samtímans að ræða.

„Íslensk sakamál hafa líka alltaf heillað mig mikið, sérstaklega þar sem mér finnst oft sem það sé látið sem þau hafi hreinlega ekki átt sér stað og umræðan er lítil sem engin um þau. Með Morðcastinu vil ég þess vegna opna um þau umræðuna og gera þeim góð skil,“ sagði Unnur Arna í viðtali við Mannlíf fyrr á árinu.

Í fyrsta þættinum fer Unnur Arna yfir uppáhaldssakamál sitt, mál frá 1978. Mary Vincent, 15 ára gömul, var puttaferðalangur sem þáði far hjá karlmanni. Hann misnotaði hana, hjó af henni báðar hendurnar og skildi hana eftir í gljúfri. Mary náði að leita hjálpar og lifði af.

Mary Vincent

Þættirnir eru aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum eins og iTunes, Apple podcasts, Podbean, Spotify, Podcast Addict, og Pocket casts. Morðcastið má finna á Facebook, Instagram og Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set