fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Elli Egilsson um hjónaband hans og Maríu Birtu: „Við höfum svo góð áhrif á hvort annað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 21. júlí 2019 11:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Elli opnaði myndlistarsýninguna Hugarfar á föstudaginn síðastliðinn í Norr11 við Hverfisgötu.

Við ræddum við Ella um listina, vinnustofu hans í hættulegasta hverfi Los Angeles og hjónaband hans og athafna- og leikkonunnar Maríu Birtu.

Sjá einnig: Elli lenti í ljótum hrekk gengjameðlima: „Þetta er þeirra hverfi alveg eins og Vesturbærinn er mitt hverfi“

Alltaf verið listamaður

Elli hefur verið listrænn síðan hann var barn og hefur sköpunargáfan fengið að ráða för frá því að hann man eftir sér.

„Ég var skríðandi á vinnustofunni hans pabba þegar ég var lítill polli og eyðilagði hans verk, eða „eyðilagði,“ ég gerði þau betri. Bætti við litum og dýpt,“ segir Elli. „Ég hef alltaf verið einhvers konar listamaður.“

Þó svo að Elli hafi ætíð verið náinn listinni í alls konar formum þá tók hann upp á því að mála fyrir átta árum.

„Ég var búinn að vinna sem grafískur hönnuður í mörg ár og sitja fyrir framan tölvu. Það er allt saman frábært, en ég fékk þörf fyrir að nota fingurna í eitthvað. Vera skítugur og setja terpentínu á mig,“ segir Elli.

Hann hafði búið erlendis í mörg ár þegar hann tók upp pensilinn. Söknuður eftir Íslandi varð kveikjan að ferli hans sem landslagsmyndlistamanns, og málar hann íslenskt landslag eftir minni.

„Ég var þrítugur þegar ég byrjaði að mála. Stefán í Hörðudal var held ég fimmtugur þegar hann byrjaði. Maður þarf ekki alltaf að byrja fimmtán ára. Það er aldrei of seint að byrja,“ segir Elli.

Mynd: Eyþór Árnason

Fyrsta sýningin

Fyrsta myndlistarsýning Ella var í Atlanta árið 2011. Vinur Ella á þar gallerí og bauð honum að sýna verkin sín.

„Ég var ekki viss um hvort ég væri tilbúinn, en þetta var mín fyrsta áskorun um að gera sýningu. Og ég gerði það. Ég náði að gera mjög flotta sýningu,“ segir Elli. „Verkin seldust upp. Það var svolítið sjokkerandi.“

Eftir fyrstu sýninguna hélt Elli áfram að mála og með tímanum hætti hann sem grafískur hönnuður og einbeitti sér að myndlistinni.

María Birta
María Birta og Elli Egilsson. Mynd: Instagram/@mariabirta

Endalaust skotin

Við ræddum við Ella um hjónaband hans og Maríu Birtu. María Birta er kunn flestum landsmönnum og hefur getið sér gott orð sem leikkona, bæði hérlendis og erlendis. Nýlega skrifaði hún undir sinn stærsta samning til þessa og mun koma fram sem glímukappi og leikkona á sviði í Las Vegas og Skotlandi. Hún leikur einnig í nýjustu kvikmynd stórleikstjórans Quentins Tarantino.

Sjá einnig: María Birta stígur út fyrir þægindarammann: „Sú hugmynd að ég sé orðin atvinnuglímukappi er sprenghlægileg“

„Við erum mjög fyndið par. Ég er mjög jarðtengdur, rólegur myndlistarmaður og vill ekkert djamma eða neitt þannig. En hún er algjört partídýr og vill vera með tíu verkefni í einu,“ segir Elli. „Ég held að þetta sé jang og jin, setur okkur í jafnvægi. Við höfum svo góð áhrif á hvort annað.“

Næstu mánuði verða Elli og María Birta hvort í sínu landinu og það er engin nýlunda hjá þeim.

„Við höfum verið fjarri hvort öðru í alveg heilt ár. Það er erfitt, en þegar við hittumst aftur erum við eins og táningar sem eru að hittast í fyrsta skiptið. Við erum skotin, aftur og aftur,“ segir Elli. „Við ákváðum að fara aldrei í brúðkaupsferð. Við vildum frekar að hvert einasta frí sem við færum í yrði brúðkaupsferð.“

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan eða hlustaðu á hann á Spotify, Podcast og öðrum hlaðvarpsrásum.

Sýningin HUGARFAR er opin frá 19. júlí til 5. ágúst í Norr11 á Hverfisgötu 18a.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði