Söngkonan Miley Cyrus gaf út nýtt tónlistarmyndband sem þegar hefur vakið mikla athygli. Lagið nefnist Mother’s Daughter og tilheyrir einskífunni She is Coming, en í myndbandinu sést söngkonan leika listir sínar í rauðum leðursamfestingi.
Cyrus er þekkt fyrir umdeildu ímynd sína og ögrandi stíl. Því er það mikið tilhlökkunarefni fyrir aðdáendur hennar þegar hún spreytir sig með glænýju efni. Í nýjasta myndbandinu hennar er einblínt á móðurhlutverkið og ímynd kvenna í ýmsum formum. Einnig má segja að sterk notkun lita einkenni umrædda myndbandið.
Það má eyða miklum tíma í að útskýra þennan nýjasta gjörning hjá Miley en sjón er einfaldlega sögu ríkari og má nálgast myndbandið við Mother’s Daughter hér að neðan.