fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Lúsmý leikur landann grátt – Svona slærðu á óþægindin

Íris Hauksdóttir
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af fáum leiðum fylgikvillum sumarsins eru flugna- og skordýrabitin. Nú þegar ásókn lúsmýs eykst stöðugt hér á landi er vert að kynna sér helstu lausnir til varnar óþægindum.

Örfá ár eru síðan fyrsta lúsmýið fannst í Hvalfirði en nú hefur það gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sumarbústaðafólk hefur þurft að yfirgefa bústaði sína víða á Suðurlandi vegna ónæðis frá mýinu en stungur þess geta valdið svæsnum ofnæmisviðbrögðum. Til eru dæmi um fólk sem hefur selt sumarbústaði sína vegna faraldursins svo ljóst er að smádýrin valda miklum usla.

Lúsmýið er rúmur millimetri að stærð, stekkur á menn og dýr, nærist á blóði og skilur svo eftir sig ljót sár. Mýið bítur jafnt utan- sem innandyra og smýgur inn í fatnað sem og í hársvörð svo erfitt er að verjast bitum. Húðin verður rauð, bólgin og hnúðakennd en mikill kláði fylgir í kjölfarið. Að öðru leyti ættu bitsár ekki að valda óþægindum nema viðkomandi hafi ofnæmi fyrir skordýrabiti.

Hægt er að taka ólyfseðilsskyld ofnæmislyf við óþægindunum en jafnframt er gott að bera sterakrem á sárin. Vifta í svefnherbergi fælir mýið frá en tvennum sögum fer af því hvort flugnafæla beri árangur á þessa tegund bitdýrs. Ótal húsráð er að finna til að varast pláguna, meðal annars að skera lauk í sneiðar og raða upp í gluggasyllur, tea tree-olía á jafnframt að vera árangursrík ásamt B-vítamíni sem raðað er í kringum rúmið, after bit-pennar og flugnasprey standa jafnframt fyrir sínu en sjóðandi heit teskeið sett á sárið á líka að hjálpa.

Fyrst eftir bit er best að láta sárið í friði og til að draga úr bólgumyndun er gott að kæla með ísmolum í þvottastykki. Hægt er að draga úr kláða með staðdeyfandi kremi. Sé viðkomandi bitinn í munn eða kok getur slímhúð bólgnað og stíflað öndunarveg. Ef útbrot og bólga eykst í stað þess að hjaðna skal alltaf leita læknis.
Flestir verða fyrir skordýrabiti að nóttu til og þegar vafi leikur á um hvers kyns bit sé að ræða er gott að athuga hvort fleiri bit finnist víðar á líkamanum. Flær stinga sem dæmi nokkur bit í senn og þá er hægt að finna bit vítt og breitt um líkamann. Eins er algengt að vera bitinn af hópi mýflugna þegar sofið er við opinn glugga. Besta vörn gegn skordýrabiti er að vera vel klæddur. Síðar ermar, buxur og skór geta komið í veg fyrir bit.

 

• Hunangsflugur, geitungar, flær og mý eru algengust skordýra á Íslandi en sífellt fleiri bætast í hópinn ár hvert.
• Best er að fjarlægjast býflugur- eða geitunga með því að ganga hægt í burtu. Varist að slá til flugna því þannig eykst hættan á að þær bregðist við með árás.
• Moskítóflugur finnast alls staðar í veröldinni, mest þar sem hiti og raki er mikill og allra mest í fenjum og mýrum.
• Nuddið ferskri sítrónu eða eplaediki á stungusvæðið, það kælir, sótthreinsar og slær á kláða.
• Smyrjið tannkremi á sárið og látið þorna í um það bil hálftíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna