fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Fitufordómar á Íslandi: „Hún horfði einhvern veginn aldrei framan í mig heldur bara á líkama minn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 9. júní 2019 12:31

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Erna Kristín Stefánsdóttir. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Erna Kristín Stefánsdóttir eru gestir Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Í þættinum ræða þær um líkamsvirðingu og fitufordóma.

Tara Margrét er líklegast kunnug flestum landsmönnum. Hún er stjórnarmeðlimur Samtaka um líkamsvirðingu og er ófeimin að standa upp og berjast fyrir því að allir líkamar fái þá virðingu sem þeir eiga skilið.

Erna Kristín, eða Ernuland eins og hún er betur þekkt, er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands. Hún er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og skrifaði bókina Fullkomlega ófullkomin.

Sjá einnig: Tara Margrét og Erna Kristín um algengan misskilning um líkamsvirðingu og fitufordóma: „Það er alltaf heilbrigðistengt“

Fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Tara Margrét og Erna Kristín fara yfir hvað fitufordómar séu og hvernig þeir birtast. Erna Kristín segir að það sé mikilvægt að grannt fólk átti sig á forréttindastöðu sinni.

„Fitufordómar eru í raun fordómar sem byggja á staðalímyndum um feitt fólk og helstu staðalímyndirnar eru að feitt fólk sé latt, gráðugt, heimskt og siðferðislegra óæðra, ekki agað og það sé allt óheilbrigt upp til hópa og stefni með hraðbyr í gröfina,“ segir Tara Margrét og heldur áfram.

„Fitufordómar birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem getur leitt til mismununar. Þessi mismunun kemur fram á öllum sviðum samfélagsins, innan heilbrigðiskerfisins, skóla, atvinnu, feitt fólk fær lægri laun. Þetta er rosalega víðtæk mismunun og það er talað um að þetta sé kerfisbundin mismunun af því hún á sér stað í öllum kerfum samfélagsins.“

Erna Kristín Stefánsdóttir. Mynd: Hanna/DV

Erna Kristín tekur undir með Töru Margréti og nefnir forréttindi grannra.

„Mér finnst mjög mikilvægt eins og fyrir mig, sem talar mjög mikið um jákvæða líkamsímynd, að ég átti mig á mínum forréttindum sem hvít kona sem hefur aldrei farið yfir kjörþyngd, er ég mjög mikilli forréttindastöðu. Ókei ég fékk lotugræðgi en það eru líka forréttindi að ég lést ekki úr henni og það eru líka forréttindi að ég hef aldrei fundið smjörþefinn af fitufordómum. Það er svo mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að verða fyrir niðrandi kommentum af og til, sem er auðvitað ekki boðlegt, og vera fyrir fitufordómum, sem er ofbeldi,“ segir Erna Kristín og bætir við:

„Það er mjög mikilvægt að við skiljum muninn þarna á milli. Það er enginn að segja að það sé í lagi að hæðast að öðru fólki en það er samt ekki það sama og verða fyrir fitufordómum. Mér finnst svo mikilvægt að við, sem erum í þessari forréttindastöðu, áttum okkur á því að setja þarna greinarskil á milli og vera ekki alltaf þegar kastað er fram fitufordómum „Já ég er líka að glíma við neikvæða líkamsímynd.“ Það er mjög slæmt og það þarf að vinna í því, en fitufordómar eru allt annað og mikið stærra vandamál sem er ekki bara persónubundið heldur hópur af fólki sem er sett undir þetta.“

Fitufordómar sem Tara hefur orðið fyrir

Tara Margrét hefur orðið fyrir fitufordómum og segir frá atviki sem situr einna mest í henni.

„Ég fór til læknis og var líklegast búin að vera með magabólgur, sem voru álags- og streitutengdar. Ég hafði verið með mikla verki og var búin að fara á bráðamóttöku en ekkert fannst,“ segir Tara Margrét.

„Ég fór til læknis og settist niður fyrir framan hana og var að lýsa einkennum og annað. Hún horfði einhvern veginn aldrei framan í mig heldur bara á líkama minn og fór að fyrra bragði að segja mér að ég þyrfti að passa mig að velja gróft brauð fram yfir fínt brauð, passa mig á sætindum, gosdrykkjum og öðru. Hún spurði mig aldrei að fyrra bragði hvernig mataræðið mitt væri heldur ályktaði hún að það væri á þennan hátt. Það er rosalega erfitt að fara til læknis og óska eftir heilbrigðisþjónustu sem þú átt rétt á og ert að borga fyrir og ekki fá hana heldur verða fyrir niðurlægingu í staðinn. Það tók mig síðan þrjú ár að fara loksins aftur til læknis og minnast á þetta aftur. Þá kemur loksins þessi greining um magabólgur og ég gat byrjað að vinna í því, lágmarka streitu og annað.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið