fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Frímann starfar sem útfararstjóri: „Það eru margir kostir við þetta starf ef þú kemst yfir þann hjalla að þú ert að vinna með látið fólk“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júní 2019 22:42

Gleði og sorg Að sinna fólki er rauði þráðurinn í störfum Frímanns, jafnt í gleði sem sorg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frímann Andrésson byrjaði ungur að vinna við útfarir og það sem átti aðeins að vera sumarstarf varð að ævistarfi hans. Þrátt fyrir að hann segist hafa verið stefnulaus sem ungur maður er ljóst að rauði þráðurinn í störfum hans hefur ætíð verið að hjálpa fólki, jafnt í gleði sem á sorgarstundum.

Blaðamaður settist í sófann með Frímanni hjá Útfararþjónustu Frímanns og Hálfdáns í Hafnarfirði, þar sem Frímann tekur á móti aðstandendum og leiðbeinir þeim um hinstu stund ástvina þeirra; hvenær, hvar og hvernig útför mun fara fram.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Hinsta ferðin Fararskjótinn sem keyrir þá látnu hinstu ferðina í kirkju og kirkjugarð.

Hvernig er hefðbundinn vinnudagur á útfararstofu, er þetta 8-4 vinna?

„Í grunninn er starfið það, skrifstofan er opin kl. 8-17 og við reynum að gera allt sem þarf innan þess tíma. En fólk deyr ekki bara á þessum tíma og hjúkrunarheimili og líknardeildin eru ekki með aðstöðu til að geta geymt hinn látna lengi og hringja því í okkur og þá förum við einfaldlega í fötin og leggjum af stað. Minn fyrri vinnustaður sér um að manna útköll frá lögreglu, þar eru alltaf tveir á vakt standby allan sólarhringinn. Það er eitthvað sem ég gerði þegar ég starfaði þar, var á vakt tvær vikur í mánuði og það var of mikið fannst mér. Maður vill eiga líf fyrir utan vinnuna líka. En móti kemur hér að þegar fyrirtækið er lítið og fámennt þá þarf maður að taka á sig meira, eins og nú var verið að biðja um útför á frídegi og þá verður maður við því.

Starf útfararstjóra felst í að sjá um allt frá andláti til jarðsetningar. Við sækjum hinn látna og færum í líkhús, síðan koma aðstandendur í viðtal til mín þar sem ég fer yfir allt ferlið með þeim. Ég er bara með lista þar sem ég fer yfir alla möguleika, ég sýni þeim kistur og duftker, er þetta jarðarför eða bálför, hvaða kirkjugarð erum við að fara í, hvaða prest ætlið þið að tala við, hvaða dag á útförin að fara fram og klukkan hvað, það þarf allt að pússlast saman.

Við klæðum og búum um hinn látna í kistuna. Það þarf að loka augum og munni, laga hár og snyrta. Stundum kemur ósk um varalit, að naglalakka eða annað, og öllum svona óskum er lítið mál að verða við. Það er allt opið hvað fólk vill taka mikinn þátt í ferlinu, en í fæst skipti vill fólk taka þátt í því öllu.

Síðan þarf að undirbúa kistulagningu og útför, í dag er algengast að þetta liggi saman, þá byrjum við daginn á að sækja kistuna og keyra í kirkjuna, mætum síðan fyrir athöfn til að taka á móti gestum, síðan er viðvera við athöfnina. Að lokum þarf að keyra í kirkjugarðinn eða það er kvatt við kirkjuna ef þetta er bálför. Athafnir eru oftast kl. 13 og seinnipartinn eru viðtöl, svona reynir maður að pússla deginum saman. Svo koma álagspunktar, eins og síðustu tvo mánuði, sem þýðir að stundum eru 2-3 útfarir á dag.

Ég kann vel við þetta starf, maður er út um allt og hittir mikið af fólki, ég yrði sturlaður ef ég væri bundinn við skrifborð allan daginn eða við búðarstörf þar sem maður er inni í lokuðu rými

Það eru margir kostir við þetta starf ef þú kemst yfir þann hjalla að þú ert að vinna með látið fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“