fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Tara Margrét og Erna Kristín um algengan misskilning um líkamsvirðingu: „Það er alltaf heilbrigðistengt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. júní 2019 15:00

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Erna Kristín Stefánsdóttir. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Erna Kristín Stefánsdóttir eru gestir Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Í þættinum ræða þær um líkamsvirðingu og fitufordóma.

Tara Margrét er líklegast kunnug flestum landsmönnum. Hún er stjórnarmeðlimur Samtaka um líkamsvirðingu og er ófeimin að standa upp og berjast fyrir því að allir líkamar fái þá virðingu sem þeir eiga skilið.

Erna Kristín, eða Ernuland eins og hún er betur þekkt, er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands. Hún er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og skrifaði bókina Fullkomlega ófullkomin.

Aðspurðar hver algengasti misskilningurinn varðandi líkamsvirðingu og baráttuna gegn fitufordómum sé að þeirra mati eru þær sammála um að það hann sé tengdur heilbrigði.

„Það er alltaf heilbrigðistengt,“ segir Tara.

„Það er alltaf farið í þetta að við megum ekki samþykkja feitt fólk vegna heilsufarstengdra kvilla. En þetta er bara risastór misskilningur því þetta er ekki svona svart og hvítt. Það sem við höfum lært í gegnum samfélagsmiðla og fjölmiðla um tengsl holdafars og heilbrigðis stenst í raun og veru ekki á ýmsan hátt og fitufordómar eru líka lýðheilsuvandamál. Landlæknisembættið hefur skilgreint fitufordóma sem lýðheilsuvandamál, þeir hafa mjög víðtæk heilsufarsleg áhrif, andleg og líkamleg,“ segir Tara og heldur áfram:

„Það sem við erum í raun og veru að boða er heilsteyptari og skynsamlegri nálgun að heilsufarseflingu. Þegar fólk er að segja að við megum ekki berjast gegn fitufordómum og fyrir líkamsvirðingu, þá í raun og veru er það að vinna gegn heilbrigðinu sem það segist vera að berjast fyrir. Þetta er frekar mótsagnakennt þegar fólk ber fyrir sig heilbrigði.“

Tara Margrét, Erna Kristín og Guðrún Ósk.

Erna tekur undir með Töru og segist oft fá þá spurningu á samfélagsmiðlum hvort henni þyki jákvæð líkamsímynd ekki ýta undir offitu og óheilbrigði.

„Heilbrigði er eitthvað sem manneskja á að tileinka sér í kjörþyngd, undir kjörþyngd eða yfir kjörþyngd. Það kemur jákvæðri líkamsvirðingu ekkert við,“ segir Erna.

„Það er enginn að segja neinum að staðna í óheilbrigði en á sama tíma kemur það okkur ekkert við […] Ég er bara að einblína að ég sé heilbrigð því mér líður betur þannig en ef ég er ekki heilbrigð þá hef ég samt rétt á því að elska mig og líkama minn nákvæmlega eins og hann er. Mér finnst þetta helsti misskilningurinn í kringum mína fylgjendur, að halda það að ef við leyfum feitu fólki að elska sig eins og það er þá sé það bara: Já þá er það bara snúður í öll mál. En fólki líður ekkert vel að borða snúða í öll mál, og af hverju ætti þá manneskja að stoppa þar.“

Erna segir að hún hafi ekki byrjað að vinna í lotugræðginni fyrr en hún gaf sér rými til að elska sjálfa sig.

„Þú hugsar ekki vel um það sem þú hatar,“ segir Tara og vísar í rannsóknir sem segja að jákvæð líkamsímynd hefur þær afleiðingar að fólk tileinkar sér betri heilsuvenjur.

„Það versta sem við getum gert er að skikka heilan þjóðfélagshóp til að vera stöðugt í megrun og hata sjálfan sig og aldrei vera sáttur og þurfa alltaf að ná þessum fimm kílóum í viðbót og annað. Því það býður upp á alls konar andlega og líkamlega kvilla,“ segir Tara.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Föstudagsþátturinn Fókus – Tara og Ernuland – 07.06.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þór Tulinius opnar sig um erfiðleika: „Líf dóttur minnar gengur út á að lifa af frá degi til dags“

Þór Tulinius opnar sig um erfiðleika: „Líf dóttur minnar gengur út á að lifa af frá degi til dags“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“