fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Rúrik Gíslason – Sá fallegasti í boltanum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. júní 2019 18:15

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, leikur með Sandhausen í næstefstu deild í Þýskalandi. Það er þó ekki það eina sem hann gerir, því á milli þess sem hann sparkar í bolta, situr hann fyrir í auglýsingum, ferðast um heiminn og gleður fylgjendur sína með myndum á samfélagsmiðlum.

Rúrik er vinsæll á Instagram með um eina milljón fylgjenda, en eins og kunnugir vita þá sprakk fjöldinn eftir að Rúrik kom, sá og sigraði á samfélagsmiðlum þegar hann tók þátt á HM í fótbolta 2018, en fjöldinn var aðeins um 30 þúsund fyrir mótið. Það breyttist þó þegar Rúrik kom inn á í leik Íslands og Argentínu en hinir nýju fylgjendur þá voru að mestu suðuramerískar konur.

Kærastan, Nathalia Soliani, hefur jafnvel verið ein þeirra, en hún er brasilísk fyrirsæta. Rúrik og Nathalia opinberuðu samband sitt seint á síðasta ári og eru dugleg að láta vel að hvort öðru á samfélagsmiðlum. Nýlega nutu þau lífsins í Las Vegas, þar sem þau fóru meðal annars á tónleika Céline Dion.

Nafn Rúriks er eitt af þeim sem Íslendingar gúgluðu mest árið 2018, en að meðaltali var leitað 2.400 sinnum í mánuði að nafni hans á Íslandi. Umboðsmaður Rúriks var áður umboðsmaður ofurfyrirsætunnar Naomi Campbell og telur hann að Rúrik geti átt glæstan frama fyrir höndum í fyrirsætubransanum, jafnvel orðið stærri en Beckham, en mörg stór fyrirtæki vilja fá Rúrik til að auglýsa vöru sína.

Rúrik ræddi við Auðun Blöndal í þriðju þáttaröð Atvinnumannanna okkar, þar sem hann blés á kjaftasögur þess efnis að frægð hans og frami trufli fótboltann, hann sé atvinnumaður í fótbolta, fyrst og síðast. „Ég er fyrst og síðast fótboltamaður, ég hef aldrei sleppt æfingu eða leik út af Instagram.“

Tekjublað DV 2018: Tekna Rúriks var ekki getið í því blaði, en í samantekt í grein Viðskiptablaðsins í lok janúar kom fram að að Rúrik hefði þénað um 300–400 milljónir króna á sínum atvinnumannsferli.

Ekki missa af DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni