fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Berglind Saga segir andlega heilsu skipta mestu máli: „Ég var langt niðri og mig langaði bara að komast á annan stað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2019 14:00

Berglind Saga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Saga Bjarnadóttir er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Hún er móðir og vinnur við vöruþróun í íslenskri matvælaframleiðslu. Berglind heldur úti vinsælum Instagram-aðgangi þar sem hún deilir ýmislegu uppbyggilegu ásamt frá sínu daglega lífi.

Berglind hefur mikinn áhuga á heilbrigðu matarræði og hreyfingu. Fyrir nokkrum árum síðan var Berglind á slæmum stað, bæði andlega og líkamlega.

„Frá barnsaldri hafði ég verið í yfirvigt. Ég þekkti ekki næringu eða hollustuhætti almennilega. Þegar ég eignaðist strákinn minn [um tvítugt] var ég komin á mitt þyngsta og orðin nokkuð stór. Það var kannski ekki endilega þyngdin sem skipti máli heldur hvar andlega líðan mín var á þessum tíma. Mér leið ekki vel. Ég var langt niðri og mig langaði bara að komast á annan stað. Ég tók mig gjörsamlega á, bæði í öllu mataræði og hvernig ég fór að hugsa um sjálfa mig. Ég náði frábærum árangri,“

segir Berglind.

Berglind er á mikið betri stað í dag, bæði andlega og líkamlega.

Berglind segir að andlega heilsan sé það sem skipti máli og líkamlega heilsan fylgi þar á eftir. Hún segist þó hafa fundið mikinn mun á sér.

„Maður var byrjaður að fara í næstu inniskó sem voru innan handar frekar en að beygja sig niður og reima skóna. Líkamlega ástandið sem ég var komin í þá var bara alltof þungt. Það er ekki heilbrigt að vera svona þungur. Ég var orkulítil og þreytt. Alls konar kvillar fylgja því þegar maður er svona þungur, ekki bara andlega heldur er manni líka kannski illt í bakinu og hnjánum,“

segir Berglind.

Aðspurð um hvað hún hafi gert svo henni leið betur andlega sem og líkamlega segir Berglind:

„Það var fyrst og fremst að taka ákvörðunina um að breytast. Ég áttaði mig á því að þetta væri manneskjan sem ég væri orðin og ég hugsaði hvaða manneskja langar mig til að verða. Ég setti mér markmið. Fyrst skrifaði ég niður í notes í símanum mínum hvernig mér leið. Ég kom því öllu út. Því oft setur maður þetta til hliðar, sérstaklega þegar það er mikið að gera hjá manni. Ég skrifaði niður nákvæmlega hvernig mér leið og svo fór ég að hugsa hvernig langar mig til að líða og hvað get ég gert til að komast á þann stað,“ segir Berglind.

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið