Plötunni lýsir Árni sem töluvert persónulegri. „Stefin í lögunum mörgum hverjum eru einhvers konar uppgjör en ég tel að það hafi verið óhjákvæmilegt til þess að geta byrjað upp á nýtt.“ Tilgangur plötunnar hafi verið að loka ákveðnu tímabili.
„Þetta er kannski ákveðin klisja en það getur verið erfitt að hefjast handa á nýju ef maður bindur ekki slaufu á gamla pakkann,“ segir Árni og bætir við að rauði þráðurinn gegnum plötuna sé leit að sátt og tilraun til að forðast stöðnun. „Ég hef í rauninni alltaf verið þjakaður af ótta við að festast eða staðna.“
Titil plötunnar, Slightly Hungry, segir Árni vísa til kjörástands til þess að gera hluti. „Hvort sem það er að skapa, hreyfa sig, vinna eða bara hvað sem er. Það er óþægilegt að vera of svangur og jafnvel verra að vera of saddur.“ Hann minnir að abstraktmálarinn Agnes Martin eigi heiðurinn að þessari verkspeki.
DV tónlist hefst á slaginu 16.00 á vef DV.is.