fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Sumarsólstöður með Gógó og Lísu: Tónleikar í Lindakirkju á föstudagskvöld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonurnar Gógó og Lísa halda upp á sumarsólstöður með tónleikum í Lindakirkju, Uppsölum 3 Kópavogi, á föstudagskvöldið. Á efnisskránni eru ballöður og íslenskar söngperlur í bland við frumsamið efni. Undirrleikari er Hlynur Þór Agnarsson píanóleikari og söngkonurnar lofa notalegri kvöldstund í Lindakirkju.

Gógó, fullu nafni Guðrún Óla Jónsdóttir, hefur sungið með Kór Lindakirkju síðastliðin 8 ár, bæði með kórnum og sem einsöngvari. Hún hefur haldið tvenna einsöngstónleika í kirkjunni og auk þess sungið við hin ýmsu tækifæri, t.a.m. í brúðkaupum og jarðarförum. „Ég elska að syngja, og veit ekki hvernig lífið væri án tónlistar. Ég hef haldið tvenna einsöngstónleika í Lindakirkju og það er frábær tónleikastaður. Svo þykir mér vænt um kirkjuna og fólkið sem þar vinnur og sækir í hana,“ segir Gógó.

Lísa – eða Elísabet Ólafsdóttir – er söngkennari og söngkona sem bjó lengi í Lúxemborg en fluttist til Íslands árið 2013. Hún hefur tekið að sér hin ýmsu verkefni hér heima og erlendis, sem einsöngvari og bakraddarsöngkona. Lísa ætlar aðallega að syngja frumsamin lög á föstudagskvöldið: „Ég sem bæði eigin lög og texta. Ég sem og syng um lífið, mannlegar upplifanir, bæði mínar eigin og annarra. Í mínum huga er ekki hægt að syngja um annað. Ég legg mikið upp úr því að gera tónleika mína að ánægjulegri upplifun, bæði fyrir áheyrendur og sjálfa mig. Ég syng af öllu hjarta og vona að fólk finni það þegar ég kem fram. Þessir tónleikar verða þeir fyrstu þar sem ég syng nánast eingöngu lög eftir sjálfa mig og það er ákveðið stökk. Ég hef gefið eitt af þessum lögum út, annað er á leiðinni og svo vonandi næ ég að koma þeim frá mér einu af öðru sem fyrst,“ segir Lísa.

„Við erum með frábæran píanóleikara með okkur, hann Hlyn Þór Agnarsson sem hefur komið víða við í tónlistinni sem píanóleikari, hljómsveitarstjóri og útsetjari. Það er frábært að vinna með honum,” segir Lísa. Gógó tekur undir það. „Hann er algjör snillingur við píanóið og svo er hann líka svo mikill húmoristi. Það er búið að vera mikið gaman á æfingum hjá okkur þremur, mikið hlegið og það verður örugglega eitthvað grín á milli laga ef ég þekki okkur rétt.

Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir kl. 20:30 á föstudagskvöldið og þeir eru í Lindakirkju, Uppsölum 3 Kópavogi. Aðgangseyrir er 3.000 krónur en vakin er athygli á því að ekki er posi á staðnum. Þ

Sjá Facebook-síðu viðburðarins

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“