Félagarnir Helgi Jean Claessen, fjölmiðlamaður og fyrirlesari, og Hjálmar Örn Jóhannesson, stuðbolti og hvítvínskona, hafa nú tekið röddum saman og gefið út hlaðvarp, „sem þorir að taka á hlutunum,“ eins og þeir segja.
„Ég elska þennan dreng og því draumur að fá að púsla þetta saman með honum,“ segir Helgi. „Við settum hjartað í þetta og mín von að við náum að gleðja sem flesta með bröndurum í bland við dýpri pælingar.“
Til að kynna hlaðvarpið, sem heitir einfaldlega Hæ hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars, skelltu þeir í skets sem inniheldur mikið af vinnu, rjóma og frægum gestum. Enginn rjómi var eyðilagður við tökurnar.
Í fyrsta þættinum sem nálgast má bæði á iTunes og Spotify eða hlaða niður er farið yfir:
0:00-4:52 – Kynning: Upphaf Helga og Hjálmars
4:52-14:30 – Pub-Quiz: Hver er mest seldi bjór í heimi?
14:30-27:42 – Leikþáttur: Sápuópera í Hraunbæ
27:42-42:50 – Topp 5 að vera pabbi
42:50-57:36 -Með og á móti megrunarkúrum