fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Guðni Th. lofar Elly: „Hreinskilni ræður, án þess að fólk sé að velta sér upp úr því sem miður fór“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og áður hefur komið fór lokasýning á Elly fram í gær í Borgarleikhúsinu. Forsetahjónin voru á meðal gesta og eins og flestir aðrir hreifst forseti okkar af sýningunni. Í færslu á Facebook lofar hann sýninguna og Ragga Bjarna fremstan meðal jafningja og þakkar Elly fyrir framlag hennar til íslenskrar tónlistar.

„Takk Elly
Okkur Elizu hlotnaðist sá heiður í gærkvöld að sitja lokasýningu söngleiksins um Elly Vilhjálms. Við tökum undir þakkir tugþúsunda Íslendinga fyrir frábæra frammistöðu allra þeirra sem að viðburðinum hafa komið. Á engan er hallað þótt ég þakki Ragga Bjarna sérstaklega fyrir hans þátt og þá ræktarsemi sem hann hefur sýnt minningu Ellyjar með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum Borgarleikhússins. Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!

Söngleikurinn Elly er afar vel gerður. Hægðarleikur hefði verið að semja laufléttan brag um fróðlegt lífshlaup og láta andbyr og erfiðleika liggja milli hluta. Það var ekki gert. Hreinskilni ræður, án þess að fólk sé að velta sér upp úr því sem miður fór, og verkið verður sterkara fyrir vikið. Svona á að segja frá liðinni tíð.

Nú er ég ekki af þeirri kynslóð sem kynntist Elly þegar hún steig fram á sjónarsviðið og sló í gegn. En lög með henni eru áfram leikin og varla er hægt að halda jól án plötunnar með henni og Vilhjálmi bróður hennar. Ég ítreka þakkir okkar hjóna og heillaóskir til fólksins sem stóð að þessum flotta söngleik. Og blessuð sé minning Ellyjar Vilhjálms.

Myndin að neðan er af sjaldgæfum viðburði, og sem betur fer án hljóðs að því er mig varðar: Við Raggi Bjarna að taka saman „Vert‘ ekki að horfa svona alltaf á mig“ á góðum fundi fyrir nokkrum árum. Gott ef Þorgeir Ástvalds lék ekki undir. Ég skora á hann og annað gott útvarpsfólk að flytja vel valin lög með Elly og Ragga núna í vikunni þegar við fögnum 75 ára afmæli lýðveldisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu