fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fókus

Ritdómur um Þar sem ekkert ógnar þér: Stíllinn betri en sagan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. júní 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simone van der Vlugt: Þar sem ekkert ógnar þér

Spennusaga

Útgefandi: Veröld

214 bls.

Aðalpersónur spennusögunnar Þar sem ekkert ógnar þér eru tvær konur sem þekkjast ekki. Önnur er fangi á heimili sínu ásamt veikri dóttur sinni þar sem stórhættulegur morðingi á flótta undan lögreglu heldur þeim í gíslingu. Hin konan lendir í slysi og missir við það minnið, þ.e. minni í kringum það atvik. Rétt áður en hún lenti í slysinu varð hún áskynja um ástandið á heimili konunnar sem haldið er í gíslingu.

Höfundur sögunnar, Simone van de Vlugt, er í káputexta sögð vera þekktasti glæpasagnahöfundur Hollands. Athygli þessa lesanda vekur hvað höfundur hefur góðan stíl auk þess sem þýðandinn, Ragna Sigurðardóttir, hlýtur þar með að fá hrós fyrir að skila frá sér afskaplega liprum, hitmiðuðum og lifandi texta. Vlugt hefur sálrænt innsæi á pari við prísaðar fagurbókmenntir og lýsing hennar á umbreytingu konunnar sem lendir í slysinu við það áfall er afskaplega næm og viturleg. Sem spennusaga er bókin hins vegar ekki nægilega áhugaverð. Hún er fyrirsjáanleg og endirinn minnir á blóðuga og slappa B-mynd. Sagan er þó vissulega spennandi og aldrei leiðinleg aflestrar en af einhverjum ástæðum er söguþráðurinn á mun lægra plani en ritstíllinn.

Þessu mati skal þó tekið með þeim fyrirvara að þetta er ein vinsælasta bók höfundar og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga. En sínum augum lítur hver á silfrið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“

Vikan á Instagram – „Þegar þú breytist í bimbó í eina nótt og vilt ekki að henni ljúki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“

Jón rifjar upp áfallið sem breytti lífi föður hans – „Einhver henti sér fyrir bílinn hjá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sóldís litin hornauga fyrir að vera yngst – „Ég þurfti bara að leggja harðar að mér til þess að fá þessa virðingu sem hinar stelpurnar fengu“

Sóldís litin hornauga fyrir að vera yngst – „Ég þurfti bara að leggja harðar að mér til þess að fá þessa virðingu sem hinar stelpurnar fengu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Neitaði að leyfa grátandi barni að fá flugsæti sitt – Málið átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar

Neitaði að leyfa grátandi barni að fá flugsæti sitt – Málið átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Afi Birgittu Lífar selur húsið í Garðabænum – „Full size myndin af mér fylgir hæstbjóðanda“

Afi Birgittu Lífar selur húsið í Garðabænum – „Full size myndin af mér fylgir hæstbjóðanda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar