fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Yfirheyrslan: Sandra Lárusdóttir – „Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Lárusdóttir, eigandi líkamsmeðferðar- og snyrtistofunnar Heilsa og útlit í Kópavogi, vinnur alla vega við það að láta öðrum líða betur.

Sandra er umboðsmaður Weyergans, þýsku undratækjanna hér á landi og innan tíðar á öllum Norðurlöndunum. Föstudaginn 13. júní býður Sandra öllum sem vilja í 5 ára afmæli stofunnar.
DV tók Söndru í yfirheyrslu.

Hjúskaparstaða og börn? 
Gift og á tvær dætur, Stefaníu Agnesi og Guðnýju.

Fyrsta minningin? 
Sitja úti í garði í beisli sem börn voru oft sett í, beislið var svo ég myndi ekki hlaupa frá húsinu. Ég var að undirbúa kaffiboð fyrir mig og mömmu mína.

Skemmtilegast að gera?
Að ganga upp á fjöll.

En leiðinlegast?
Ég hata ekkert meira en að taka bensín.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki?
Mig langaði til þess að verða hjúkrunarfræðingur.

Versta ráð sem þú hefur fengið?
Að smakka gellur, ég kastaði næstum upp yfir eiginmanninn minn á veitingastað.

Hverjir eru mannkostir þínir?
Er mjög áreiðanleg og traust.

En lestir?
Er yfirleitt, ef ekki alltaf, á síðustu stundu.

Fyrsta atvinnan?
Ég bauð nágranna mínum að snyrta garðinn hans fyrir tjald sem mig langaði í.

Safnar þú einhverju?
Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim.

Mikilvægast í lífinu?
Fjölskyldan mín og hamingja.

Stærsta augnablikið?
Fæðing barna minna.

Ertu með fóbíu fyrir einhverju?
Flugum.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?
Ég get talað í símann í marga klukkutíma.

Hvað er það erfiðasta sem þú hefur upplifað?
Að vera misnotuð þegar ég var ung, en það hefur skapað mig að manneskjunni sem ég er í dag, sterk og og hugrökk kona.

En mest gefandi?
Að vinna vinnuna mína.

Leiðinlegasta húsverkið?
Að þvo þvott er ekki mitt uppáhaldsverk.

Eitthvað að lokum?
Látum drauma okkar rætast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“